Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 123
Drjúgir hagalagðar
Mér er mjög minnisstætt fyrsta kaupstaðarferð mín til Hólma-
víkur, svokölluð ullarferð að vori. Ullin var ílutt í verslun sem mig
rninnir að héti Söludeildin en ekki Kaupfélag Hólmavíkur eins og
núna. Venjulega fór saman í þessa ferð fólk af þremur bæjum.
Til Hólmavíkur voru þrjátíu kílómetrar og tók eina fjói'a, fimm
tírna að fara hvora leið. Menn tóku allan daginn í að versla og var
stundum verið að fram yfir miðnætti. Ekki var afgreitt eftir röð,
því sumir þurftu langan tíma til að skoða og velta vöngum yfir
varningnum áður en ákvörðun var tekin um kaupin.
Við vorum þrír krakkarnir á svipuðu reki í þessari ferð og það
sem við höfðum til innleggs voru hagalagðarnir. Mínir samsvör-
uðu góðu reyfi, 3-4 kg og út á það keypti ég vasahníf, derhúfu,
hálft kíló af döðlum og eitthvað af brjóstsykri. Ég efast um að sami
varningur fengist fyrir það sem gefið er fyrir lagðinn núna.
Ástar-Brandur
Ekki var lagt af stað heimleiðis fyrr en klukkan var farin að halla
í eitt eftir miðnætti og þá var nú fólk á mínu reki orðið all þreytt og
syfjað.
Það var mikið yndislegt veður, blankalogn, þurrt og bjart. Þegar
við komum að Hvalsá, eftir röska klukkutíma ferð heim, hleypur
fram hjá okkur maður, lítill vexti og grannur, í kvenkápu og
stígvélum afskornum urn ökklann. Hann hljóp yfir ána, óð náttúr-
lega uppfyrir, en þegar hann kom yfir, rétti hann upp hvorn
fótinn fyrir sig og hellti úr aftur um hælinn og hljóp svo áfram.
Þessi maður var kallaður Ástar-Brandur og hafði til siðs að hlaupa
á milli staða, sérstaklega kaupstaða í kappi við skip sem fóru í milli.
Ótrúlegur hlaupari. Maður sem lagði einu sinni hest á móti hon-
um sagðist aldrei gera það aftur.
121