Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 60
legið á 60 faðma dýpi, það var kannski legið á 80 faðma dýpi.
Síðan var línunni fest um hnýfil bátsins því það var talið mikið
áríðandi að báturinn hreyfðist ekki eða ræki ekki þegar var verið
við hákarl.
Þetta var sem sagt akkerið sem þið notuðuð.
Já, þetta voru legufærin sem við kölluðum. Nú, ef ég lýsi þessu
nánar þá var næst að hafa til færin og þá fyrst tekin sóknin sem
kölluð var, en það var stór krókur með miklum legg og hann var
frábrugðinn krókum sem maður sér núna. Það voru á honum tvö
agnöld. Annað agnaldið var fram undir oddi en hitt var uppi á
miðjum legg. Svo þegar beitan, sem var selspik með skinninu á,
var tekin þá voru skornar niður kantaðar beitur svo sem átta til tíu
sentimetrar í þvermál og stungið gat á skinnið og þessu var öllu
smokkað upp á legginn upp fyrir efra agnaldið og raðað á hann
þangað til hann var alveg orðinn fullur. Síðan var skorin ein
aflöng beita, oddmjó, og hún var sett í buginn á þessum stóra krók
og það var í hana sem hákarlinn byrjaði að narta.
Hvað þurfti nú að sökkva þessu djúþt. . . er hann á miklu dýþiyfirleitt?
Hann er yfirleitt við botn og við renndum færinu niður og
tókurn það sem kallað var grunnmál. Við tókum svona þrjá til
fjóra faðma og settum færið fast, því hann var vanur að láta bíða
eftir sér. Það var ekki að búast við að hann kæmi strax á krókinn.
Nú, fleira var það sem við þurftum að hafa þarna. Sóknarsteinn-
inn var þannig útbúinn að valinn var fjörusteinn sem þótti hæfi-
lega þungur og klöppuð rauf í hann, í báðar hliðar og fyrir enda.
Svo var tekinn sver vír eða grannur teinn og þessu snúið utan um
steininn svo féll niður í raufarnar og hafðar lykkjur á báðum
endum. Þetta var kallaðfat. Svo var keðjunni eða sóknartaumnum
fest í annan endann en í hinn endann var fest sóknarbálkinum.
Sóknarbálkurinn var kaðall svo sem tveggja faðrna langur og
hann var hafður vegna þess að fyrir gat komið að menn renndu
sóknarsteininum niður í opinn kjaftinn á hákarlinum, en þá hefði
hann verið fljótur að klippa færið ef það hefði lent á rnilli skolt-
anna. Annað var það að hann bylti sér afar mikið og þá klóraði
hann færið, það skrapaðist á skrápnum og slitnaði fljótt, en kaðall-
inn þoldi þetta betur og var hafður til að taka við þessu.
58