Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 140
þáðu einnig síld af þeim gefins. Menn fóru í beitukaupaferðir inn
á Djúpuvík, Hólmavík og Blönduós. Hólmvíkingar, Skagstrend-
ingar og sjómenn frá Hvammstanga komu til að kaupa beitu af
Níels. Vélbáturinn Ingólfur, sem Verslunarfélag Norðurfjarðar
átti, virðist hafa siglt milli fjarða og selt beitu. Þeir fengu líka síld af
síldveiðibátum, en síldveiði var oft drjúg á Húnaflóa á þessum
árum. Einstaka sinnum hafa þeir farið langt eftir síld, eins og til
Siglufjarðar, og þeir panta sfld frá Isafirði. Allt bendir þetta til
mikillar fjölbreytni í viðskiptum og hve mikið menn vildu leggja á
sig til að standa ekki uppi beitulausir.
Níels Jónsson var maður fróðleiksfús. Stundum getur hann
þess hvað hann lesi, t.d. að hann hafi verið að lesa í Andvara,
tímariti Þjóðvinafélagsins, grein eftir Bjarna Sæmundsson um
íshús og beitumál. Og þegar hann sér bréfkafla í 1. árg. Ægis 1906
frá Árna Gíslasyni, bæjarfulltrúa á Isafirði, þar sem Árni segir frá
sfldveiðum í Skötufirði við Djúp sem hafi lánast svo vel að Djúp-
menn hafi haft næga beitu allan veturinn, skrifar hann það allt hjá
sér í dagbókina. Kannski væri hægt að læra af Djúpmönnum?
íssala
Hér skal fært yflrlit yfir íssölu úr íshúsi þeirra félaga. Níels
virðist annast þessa sölu að mestu einn.
Hann segir að 1912 hafi kútter fyrst komið 18. júlí og keypt
6.000 pund. Af seðli úr fórum Níelsar má sjá að þetta hefur verið
Himalaya úr Hafnarfirði og August Flygenring átti. Agnar Magn-
ússon skipstjóri kvittar á seðilinn þennan dag að verslunin Edin-
borg á Isafirði eigi að borga þessa 60 kr. skuld. Tveim dögum
síðar getur hann þess að Gréta hafi keypt 4.000 pund af ís og
borgað 20 kr. með margaríni.
22. júlí þetta ár kom kútterinn íhó og keypti 24m3 af ís. íhó átti
Duusverslun í Reykjavík og skipið strandaði síðar fram af Kjör-
vogshlíð á leið til Djúpuvxkur. Daginn eftir kom Isabella og keypti
ís. Annar seðill hjá Níelsi segir okkur að skipið hafi fengið 7.000
pund af ís og Hjálmar Guðmundsson hafi afgreitt ísinn, en skip-
138