Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 89
Laxdæla getur Björns í Bjarnarflrði og kveður Höskuld Dala-
Kollsson hafa kvænst Jórunni dóttur hans. Þau eignuðust allmörg
börn, meðal annars Hallgerði langbrók. Svanur ætti samkvæmt
því að hafa verið móðurbróðir Hallgerðar. Ættrakning þessi kem-
ur í bág við Landnámu, en helstu gerðir Landnámu eru raunar
ósammála um nafn og ætterni móður Hallgerðar. Sturlubók
nefnir til Hallfríði Þorbjarnardóttur frá Vatni í Haukadal, en í
öðrum gerðum Landnámu er hún ýmist sögð hafa verið Hall-
fríður dóttir Björns í Bjarnarfirði eða Jórunn systir Þorbjarnar
haukdælska (Isl. fornr. V. bls. 16—17 m.m.). Tilraun hefur verið
gerð til að greiða úr þessari flækju. Björn M. Ólsen taldi höfund
Laxdælu hafa ruglað þeim Birni (Skjalda-Birni), landnámsmanni
í Bjarnarfirði nyrðra, sem átti son að nafni Þorbjörn, og Birni í
Bjarnarfirði syðri saman. Skýring þessi kemur til álita, en hún
styðst ekki við fornrit.
Njála hefur ýmislegt frá Svani að segja. Þar getur æviloka Svans,
en um þau segir svo:
„Þau tíðindi spurðust úr Bjarnarfirði norðan, að Svanur hafði
róið að veiðiskap um vorið, og kom að þeim austanveður mikið,
og rak þá upp að Veiðileysu og týndust þar. En fiskimenn þeir,
er voru að Kaldbak, þóttust sjá Svan ganga inn í fjallið Kald-
bakshorn, og var honum þar vel fagnað; en sumir mæltu því í
móti og kváðu engu gegna, en það vissu allir, að hann fannst
hvorki lífs né dauður. En er Hallgerður spurði þetta, þótti
henni mikill skaði eftir móðurbróður sinn.“ (Isl. fornr. XII. bls.
46).
Sama sögnin er tilfærð í Þórðarbók Landnámu. Sú trú virðist
hafa verið algeng að fornu, að sumir rnenn dæju í björg. Þórsnes-
ingar dóu í Helgafell, Rauðmelingar í Þórisbjörg og Hvammverj-
ar í Krosshóla. Svanur er fjórða dæmið. Allmörg Helgafell eru hér
á landi. Fleiri Helgafell en Helgafell á Þórsnesi kynnu að taka nafn
af þessari trú, en ekki verður það stutt heimildum.
Ekkert í frásögninni af ævilokum Svans bendir til þess, að hann
hafi átt að vera fjölkunnugur. Það kemur á hinn bóginn skýrt
fram fyrr í Njálssögu og þá í tengslum við Hallgerði systurdóttur
87