Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 117
skemmtiefni og oft var dansað fram eftir. Mig rninnir að væru
haldnar 2—3 skemmtanir í skólanum hvorn vetur með ýmsu
skemmtiefni; leikriti, upplestri og söng og kom þá margt fólk úr
nágrenninu á þær. Sérstaklega man ég eftir því þegar Kvenna-
skólanum á Blönduósi var boðið, veturinn ’34-’35. Það var mikil
og góð skemmtun. Eg held að þær hafi kornið síðdegis á laugar-
degi og farið austur aftur eftir hádegi á sunnudegi. Auðvitað
vorum við Reykjaskólastelpurnar afbrýðissamar, bæði vegna þess,
hve fallegar og fínar þær voru, og ekki hvað síst af því, að þessir
skólabræður okkar, sent þeyttu okkur í kringum sig í dansinum
hvenær sem færi gafst, tipluðu nú með glarnpa í augum í kringum
kvennaskólastúlkurnar og sáu okkur ekki fremur en rusl í poka.
Kunningjakona mín hér í næsta húsi á Selfossi sá skólaspjaldið
mitt fyrir nokkru. Hún starði andagtug á gæjann sem hafði dans-
að við hana allt kvöldið. Vangadans? . . . Nei, sussu, nei. . . Jæja,
svona kannski í lokin.
Auðvitað vorum við öll meira og rninna skotin hvert í öðru.
Annað var óhugsandi í þessu nána sambýli á gelgjuskeiðinu, en
þetta var ósköp saklaust allt saman. Við vorum líka pössuð dálítið.
Það leiddi til ýmissa smáhrekkja eins og þegar ég fór í föt Lárusar
frænda míns frá Hvalsá og fór með Jófríði vinkonu nrinni kl.
rúnrlega hálfellefu kvöld eitt upp alla Ástarbraut, það er afleggj-
arinn upp á þjóðveginn kallaður. Við ætluðum að vita hvort
„stjóri" sæi okkur. Ójá, víst kom hann hlaupandi á eftir okkur.
Hann var ansi argur og skammaði mig, því að hann vissi að Fríða,
sú prúða stúlka, ætti ekki upptökin að neinu þvílíku. Auðvitað
áleit hann, þegar hann sá okkur í rökkrinu, að þetta væru strákur
og stelpa sem ætluðu að stela sér smá-samverustund fyrir háttinn.
Töluvert var um yrkingar hjá nemendum, það var reyndar
misgott og fór eftir getu og löngun hvers og eins. Nú er þetta mest
allt gleymt, og surnt þori ég ekki að birta, hef ekki leyfi til þess. Ég
set hér eitt sýnishorn frá mér. Einn af strákunum, Gunnar frá
Auðshaugi á Barðaströnd og síðar kennari í Austurbæjarskólan-
um í Reykjavík, átti forláta buxur sem virtust bláleitar við dans-
birtu en brúnar við Ijós. Ég setti þessar vísur saman um það
fyrirbæri.
115