Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 36
og fékk þar lán. Síðan á teiknistofu og fékk teikningu af húsinu og
áætlaðan kostnað. Eg sagði þeirn á skrifstofunni að það þyrfti ekki
að áætla kostnað á máttarviðum, því ég myndi saga þá sjálfur úr
rekaviði. Þeir spurðu hvort ég hefði sögunarvél. Eg kvaðst saga
þetta með flettisög og stórviðarsög, algjörlega á höndum. Þeir
urðu alveg undrandi og ætluðu ekki að trúa mér. Að þessu loknu
héldum við heimleiðis og gekk allt vel.
Aður en byrjað var að byggja, útbjó ég apparat til að hræra
steypuna. Það var þannig, að ég keypti olíutunnu úr stáli. Eg lét
sjóða 2 járnteina eftir endilöngu innan í tunnuna, síðan sveif á
báða endana og lék tunnan í legum á þar til gerðri grind. Á
tunnunni miðri var gat 40 X 30 sm með hurð á hjörum og snerill til
að loka henni. Þar inn um var efnið sett. Síðan var alllangur kaðall
undinn utan um tunnuna og hann tengdur í dráttarhest sem dró
kaðalinn á enda. Þegar tunnan hafði snúist þetta lengi var steypan
tilbúin í mótin. Síðan var þetta endurtekið aftur og aftur. Þetta
gekk mjög vel og sparaði allmikið erfíði.
Um 1950 byggði ég ný útihús, sem ekki var vanþörf á. Hin
gömlu voru torfhús sem láku mjög mikið. I þeim var allt á floti ef
um einhverja úrkomu var að ræða. Nýju útihúsin voru öll undir
einu og sania þaki. 1 þeim var rúm fyrir 130 kindur, fjós fyrir 5 kýr
og einnig pláss fyrir 5 hesta. Teikningu af þessum húsum fékk ég
að sjálfsögðu að sunnan.
Fyrst steypti ég hlöðuna og súrheysgryfjurnar. Þar sagaði ég
viðinn um veturinn. Það var fyllt að hlöðunni upp að baggagati.
Þar inn af setti ég trönur til að saga með tvískeftu (þ.e. handfang á
báðum endum á söginni og saga þá tveir menn).
Eg dró stóra rekaviðinn heim með hestum. Ég hjó síðan dálítinn
kant á raftinn beggja megin. Lóðaði fyrir endann með hamp-
spotta sem var lagður í sót og vatn, strengdi síðan spottann milli
enda raftsins á merkin sem komin voru áður í endana. Það kom
góð merking eftir þráðinn, þegar kippt var í hann, því hann var
allur sótugur. Síðan var sagað eftir merkinu.
Ég keypti enga máttarviði í allt Jjetta hús, bara sagaði úr rekaviði
í öll langbönd, stoðir og sperrur. Ég þurfti aldrei að kaupa máttar-
viði því töluverður reki var á Hvalsá. Ég var í nokkur ár, áður en
34