Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 137
Hjálmar hafi verið með síld úr Jökli, sem mun vera íshúsið Jökull á
ísafirði.
Einna mest munaði um síld af Djúpuvík. 22. júlí 1919 segir hann
að margir hafi fengið síld þar. Hann og félagar hans hafi fengið
þrjár síldartunnur og þeir hafi beitt 40 lóðir. Næstu daga var afli
mjög góður og hlaðið í bátana.
En fljótt gekk á beituna. Rúmum fO dögum síðar, eða 3. ágúst,
segir hann að Sigurlaugur tengdasonur sinn hafi komið með síld
norðan úr Ingólfsfirði, en þangað hafði hann farið eftir salti. Þessi
færsla Níelsar sýnir okkur að menn gátu ekki verið saltlausir
fremur en síldarlausir og vildu leggja á sig nokkurt ferðalag til að
komast hjá því.
4. ágúst 1920 segir Níels að Sigurlaugur og Páll hafi fengið tvo
strokka af síld á Djúpuvík, um 600 stykki. Ekki er ljóst hvaða Páll
þetta var, en gæti verið Páll Jóhannsson, sagður stýrimaður á
vélbát og til heimilis í Kúvíkum 1920. Þá segir hann að flestir hafi
fengið síld af þeirri sem Óskar hafi sent Jakobi Thorarensen.
Óskar er líklegast Óskar Halldórsson síldarsaltandi á Siglufirði.
Og síldarviðskiptin héldu áfram. 22. ágúst þetta sumar keypti
Sigurlaugur síld af manni sem kom frá Djúpuvík, 115 síldar sem
þeir frystu. En fjórum dögum síðar réru þeir, en ekki á þessa síld
heldur nýja sem vélbátur flutti af Djúpuvík. Þá segir Níels að
Sigurlaugur hafi fengið síld fyrir vinnu við saltflutning fyrir Ósk-
ar Halldórsson. Ekkert er líklegra en sjómenn hafi viljað fá vinnu
greidda með beitusíld.
f3. september var nokkur síld. Þá fengu þeir Níels 240 síldar og
Páll 90 stykki. Síðan losuðu þeir síld úr pönnum, sem hafði verið
lögð þar í einum og tveim dögum áður, í frystikassa. Gamla síld
sem var fyrir í kassanum, tóku þeir úr honum og lögðu ofan á þá
nýju. Þá tóku þeir Níels tvær pönnur af Sigurði Sveinssyni, tvær af
Jóni Magnússyni og tvær af Þorleifi. Þeir borguðu strax 10 aura á
síld fyrir frystinguna. Þorleifur Friðriksson var bóndi og sjómað-
ur á Litlanesi og á Gjögri. Jón Magnússon var líka sjómaður á
Gjögri.
I næstu færslu hjá Níels er yfirlit yfir síldareignina. Hann segir
135