Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 85
þá að sjálfsögðu verslunarmálin, er hann lét mest til sín taka, enda
var það verkefni næst hendi og umbótaþörfin ærið brýn. Framan
af voru sveitungar Guðmundar þátttakendur í verslunarsamtök-
um með öðrum byggðarlögum, og var hann þá fulltrúi þeirra í
þeim félagsskap. En þar kom, að þeir stofnuðu eigið kaupfélag
með aðsetri í Norðurfirði. Var Guðmundur lífið og sálin í þeim
félagsskap, meðan heilsa og starfskraftar leyfðu. Kaupfélagsstjóri
var hann frá upphafi, uns Torfi sonur hans, sem hlotið hafði
verslunarmenntun, tók við. Torfi, sem var mikill efnismaður,
varð skammlífur. Veitti Guðmundur kaupfélaginu enn forstöðu
um skeið eftir fráfall hans, en þá tók við Ásgeir sonur Guðmund-
ar. Eftir Ásgeir var Ófeigur Pétursson, sonarsonur Guðmundar,
kaupfélagsstjóri um hríð, en núverandi kaupfélagsstjóri er Eyjólf-
ur Valgeirsson frá Norðurfirði. Er kaupfélagið nú eins og lengi
hefir verið, aðalverslun byggðarlagsins, og útibú var fyrir nokkru
stofnað á Djúpavík. Formaður félagsstjórnar er nú Pétur Guð-
mundsson í Ófeigsfirði.
Það lætur að líkum, að kaupfélagið á Norðurfirði hafi átt við
margháttaða erfiðleika að stríða, einkum á þeim tímabilum er
verslunarárferði var óhagstæðast. En það vita þeir best, sem
kunnugastir eru starfsemi þess, að mikinn hagnað hefir það fært
félagsmönnum og byggðarlaginu yfirleitt, miðað við það, ef allt
hefði verið látið reka á reiðanum um verslunarrekstur og verslun-
arkjör, að ógleymdum þeim óbeina gróða, sem það hefir veitt með
því að efla félagsþroska og félagssamtök yfirleitt. Auðsætt er nú,
hve heillaríkt var brautryðjendastarf Guðmundar í Ófeigsfirði. í
byggðarlagi hans, þar sem einna erfiðast er hér á landi um félags-
samtök, vegna strjálbýlis og óhagstæðra samgangna, þar stendur
nú samvinnuverslun traustum fótum.
Þó að hér hafi verið drepið á veigamestu þætti í ævistarfi Guð-
mundar í Ófeigsfirði, þá fer því ijarri, að ævisögu hans hafi verið
gerð þau skil, sem verðugt væri. Til þess þyrfti meira rúm en hér
er kostur á og einnig nánari kunnugleika en sá hefir er þetta ritar.
Þó má eigi láta hjá líða að minna á það, að Guðmundur hafði
forgöngu um að sveitungar hans tækju sjálfir upp saltfiskverkun í
stærri stíl en verið hafði og hagnýttu þannig afla sinn til sölu. Stóð
83