Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1992, Side 85

Strandapósturinn - 01.06.1992, Side 85
þá að sjálfsögðu verslunarmálin, er hann lét mest til sín taka, enda var það verkefni næst hendi og umbótaþörfin ærið brýn. Framan af voru sveitungar Guðmundar þátttakendur í verslunarsamtök- um með öðrum byggðarlögum, og var hann þá fulltrúi þeirra í þeim félagsskap. En þar kom, að þeir stofnuðu eigið kaupfélag með aðsetri í Norðurfirði. Var Guðmundur lífið og sálin í þeim félagsskap, meðan heilsa og starfskraftar leyfðu. Kaupfélagsstjóri var hann frá upphafi, uns Torfi sonur hans, sem hlotið hafði verslunarmenntun, tók við. Torfi, sem var mikill efnismaður, varð skammlífur. Veitti Guðmundur kaupfélaginu enn forstöðu um skeið eftir fráfall hans, en þá tók við Ásgeir sonur Guðmund- ar. Eftir Ásgeir var Ófeigur Pétursson, sonarsonur Guðmundar, kaupfélagsstjóri um hríð, en núverandi kaupfélagsstjóri er Eyjólf- ur Valgeirsson frá Norðurfirði. Er kaupfélagið nú eins og lengi hefir verið, aðalverslun byggðarlagsins, og útibú var fyrir nokkru stofnað á Djúpavík. Formaður félagsstjórnar er nú Pétur Guð- mundsson í Ófeigsfirði. Það lætur að líkum, að kaupfélagið á Norðurfirði hafi átt við margháttaða erfiðleika að stríða, einkum á þeim tímabilum er verslunarárferði var óhagstæðast. En það vita þeir best, sem kunnugastir eru starfsemi þess, að mikinn hagnað hefir það fært félagsmönnum og byggðarlaginu yfirleitt, miðað við það, ef allt hefði verið látið reka á reiðanum um verslunarrekstur og verslun- arkjör, að ógleymdum þeim óbeina gróða, sem það hefir veitt með því að efla félagsþroska og félagssamtök yfirleitt. Auðsætt er nú, hve heillaríkt var brautryðjendastarf Guðmundar í Ófeigsfirði. í byggðarlagi hans, þar sem einna erfiðast er hér á landi um félags- samtök, vegna strjálbýlis og óhagstæðra samgangna, þar stendur nú samvinnuverslun traustum fótum. Þó að hér hafi verið drepið á veigamestu þætti í ævistarfi Guð- mundar í Ófeigsfirði, þá fer því ijarri, að ævisögu hans hafi verið gerð þau skil, sem verðugt væri. Til þess þyrfti meira rúm en hér er kostur á og einnig nánari kunnugleika en sá hefir er þetta ritar. Þó má eigi láta hjá líða að minna á það, að Guðmundur hafði forgöngu um að sveitungar hans tækju sjálfir upp saltfiskverkun í stærri stíl en verið hafði og hagnýttu þannig afla sinn til sölu. Stóð 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.