Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 22
Sunneva Árnadóttir á Hólmavík gegndi störfum framkvæmda-
stjóra héraðssambandsins yfir sumarmánuðina, en engir íþrótta-
þjálfarar störfuðu á vegum sambandsins.
Auk hefðbundins mótahalds í héraði hélt HSS Vestfjarðamót
16 ára og yngri í Sævangi 15. ágúst. Þetta mót var nú haldið í
fimmta sinn, og fór Héraðssambandið Hrafnaflóki með sigur af
hólmi sem fyrr.
HSS sendi 16 keppendur á 1. Unglingalandsmót UMFI á Dalvík
10.—12. júlí. Strandamenn unnu ekki til verðlauna á mótinu, en sú
sem komst næst verðlaunapallinum var Aðalheiður Guðbjörns-
dóttir sem lenti í 4. sæti í glímu stelpna 12 ára og yngri. Fyrr um
sumarið var haldið glímunámskeið á Hólmavík á vegum Glímu-
sambands Islands og í framhaldi af námskeiðinu var haldið fyrsta
glímumótið í sögu HSS. Sigurvegari á mótinu varð Jón Ólafsson,
formaður sambandsins.
Jón Bjarni Bragason var eini Strandamaðurinn sem keppti á
Islandsmóti á árinu, en hann náði öðru sæti í kringlukasti á Meist-
aramóti Islands í frjálsum íþróttum 21 árs og yngri, kastaði 39,54
m.
Eitt Strandamet var sett í fullorðinsflokkum frjálsra íþrótta á
árinu: Bjarni Þ. Sigurðsson og Kristinn Þ. Bjarnason bættu
tveggja ára gamalt hástökksmet Bjarna um 2 cm, stukku 1,83 m.
Kvennalið Strandamanna í knattspyrnu tók þátt í Sillumótinu
fimmta árið í röð, og náði þeim glæsilega árangri að sigra í keppn-
inni. Að launum hlaut liðið Silluskóna til varðveislu. Þjálfari liðs-
ins var Steindór Gunnarsson.
Ragnar Bragason og Helena Jónsdóttir sigruðu í fullorðins-
flokkum á borðtennismóti HSS, sem haldið var á Drangsnesi í
apríl. Þá var lið Geislans stigahæst á sundmóti HSS, svo og á
héraðsmóti. Að þessu sinni tók lið félagsins ekki þátt í 4. deild
Islandsmótsins í knattspyrnu.
47. ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið á
Drangsnesi 30. ágúst. Þar var Jón Ólafsson kjörinn formaður
sambandsins fimmta árið í röð. Á þinginu voru afhent verðlaun til
þeirra, sem sköruðu fram úr á íþróttasviðinu sumarið 1992. Jón
Bjarni Bragason frá Heydalsá var kjörinn frjálsíþróttamaður árs-
20