Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 68
sól náði til að skína á hana, þá vann hún síður á honum ef hún var
orðin þurr, og sömuleiðis ef var farið að líða að maðkatíma, til að
vera laus við maðkinn. Þá voru lykkjurnar teknar úr kösinni og
þær voru þvegnar úr tveimur vötnum, burstaðar með bursta og
síðan hengdar upp á rár, sem voru allsterklegar og hafðar sex til
átta lykkjur mest á ránum. Allar lykkjurnar voru látnar snúa eins á
ránni. Það var ákaflega mikið atriði, og þegar ráin var hengd í
hjallinn þá sneri skrápurinn í aðalvindáttina. Lykkjurnar voru
það síðar að þó þak væri á hjallinum þá vildi rigna inn og koma
bleyta neðst á lykkjurnar, en þá lenti bleytan öll á skrápnum og
liann blotnaði eiginlega ekki neitt. Það gerði honum ekkert þó
væri rigningartíð og stormar.
Hvað þurfti hami svo að hanga lengi uppi ?
Sextán til tuttugu vikur helst.
Og þá var hami tilbúinn til neyslu . . .
Þá var hann orðinn fínn til neyslu. En það var ákaflega vandfar-
ið með hann þegar hann var tekinn niður.
Hvernig st.óð á því?
Það stendur þannig á því að það er svo mikil fita í honum að ef
maður lætur ekki skrápinn snúa saman heldur pöruna þá blotnar
það allt upp og verður allt blautt af lýsi og hann verður mjög fljótt
útlitsljótur og leiðinlegur.
Þannig að það þurfti að gœta vel að geymslurýminu . . .
Já, þá höfðum við það þannig að við settum snæri í haldið á
lykkjunni og hengdum hana upp ef um lítinn hákarl var að ræða.
En væri um mikinn hákarl að ræða útbjuggum við trönur sem
voru svona í metershæð . . . höfðum á þeim rekasúlur langar, það
var nægur rekaviður þarna . . . og röðuðum svo rám, fiskirám úr
fiskihjöllum yfir og lögðum svo lykkjurnar á þetta. Og það þurfti
mikið húsrými fyrir þetta.
Nú, ef ég segi frá síðasta frágangi þegar hann var sendur til
kaupanda, að þá var hann pakkaður í hessíanstriga og passað að
leggja alltaf tvær lykkjur saman á skrápinn en paran sneri út, því
það loftaði alltaf í gegnum strigann og hélt pörunni þurri, og líka
loftaði á milli þegar skrápurinn var harður og þannig kom hann
ákaflega vel útlítandi dl kaupanda.
66