Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 57
var hægt að fara með hendinni og ná króknum úr. Því næst var
komið að lifrinni og þá var nú venjulega ef ekki var um því stærri
hákarl að ræða, tekinn kólfurinn á lifrinni inn fyrir borðstokkinn
og síðan skorið á og þá féll þetta inn á dekkið og þar var hún skorin
sundur og sett niður urn svokallaðar lifrartrektar og fór niður í
lifrarkassana sem voru hvorir sínu megin meðfram hliðum báts-
ins en haft autt pláss í miðri lestinni fyrir það sem hirt var úr
hákarlinum, bestu bökin. Hinu var öllu fleygt, allt skorið niður, og
þess vegna voru þetta kallaðir skurðarróðrar.
Þótti þér ekki synd að fleygja þessu öllu? Þíi varst nú vanur doggaróðr-
unurn þar sem allt var hirt og kunnir að nýta þetta.
Nei, okkur fannst það ekki. Það barst svo mikið að, að nóg var að
hirða það besta. En þegar kviðurinn var skorinn frá bakinu varð
alltaf að gæta þess að hafa það breiða rönd af kviðnum, láta fylgja
bakinu, að hún nægði í haldið á lykkjunni þegar þetta var hengt
upp í hjall. Þá var miklu mina sem spilltist við það að gera gat fyrir
rána. Hagsýnin virtist alls staðar koma svo mikið fram í þessu. En
svo þegar þetta drasl sem skorið var frá . . . venjulega var kviður-
inn skorinn aftur að skaufum, það voru gotraufaruggarnir á
hákarlinum, og þar var skorið þvert yfir hrygginn og allt látið
fara. Þegar þetta kom í botn fór hákarlinn sem þar var fyrir að
borða þetta. Eftir því sem hann borðaði meira því gráðugri varð
hann. Það kom oft fyrir að hann var orðinn svo gráðugur í þetta
að hann kom í torfum upp á yfirborðið og var ekki óalgengt að
a.m.k. ungir menn sem böfðu gaman af gripu þá hakann og
hökuðu þá . . . þeir komu það nálægt bátnum . . . og þar var fært í
þá og þeir teknir bara svona án þess að þeir væru dregnir á færi.
Þetta hefur sem sagt staðið yfir um hávetrartímann. Komust þið aldrei í
hann kraþpan á svona smáfleytum í náttmyrkri og um hávetur?
Að komast í hann krappan, það er nú teygjanlegt orð og fer
sjálfsagt eftir rnati hvers einstaklings, en þær voru stundum lang-
ar skammdegisnæturnar þegar skall á með hvassviðri og hríðarbyl
og legið var fyrir lausu.
Geturðu greint frá nokkru sérstöku atviki sem þér er minnisstœtt í
sambandi við erfiðleika af þessu tagi ?
Ekki nema ég lýsi ofurlítið nánar hvað það var að liggja fyrir
55