Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 13
sér standa. Um þetta leyti voru vestanáttir ríkjandi, og þeim fylgdi
töluverð snjókoma. Sem dæmi má nefna, að kunnugir töldu snjó-
þyngslin á Steingrímsfjarðarheiði með því allra mesta í langan
tíma. Um 10. maí var heiðin enn sem jökull yfir að líta, og gekk
erfiðlega að halda akveginum opnum fyrr en kom fram í miðjan
mánuðinn. Um það leyti tók að hlýna og þá tók gróður fljótt við
sér. Því má segja, að í þetta sinn hafi vorað seint og vel.
Frá því um miðjan maí og fram dl 20. júní var tíðarfar hagstætt,
en þá gerði mikið hret sem stóð í nokkra daga. Strandamenn
sluppu þó allvel frá því miðað við aðrar byggðir norðanlands. Á
Ströndum snjóaði ekkert að marki í þessu hreti, en á Norðurlandi
fennti fé og vegir tepptust. Áfram var kalt í veðri, en um 5. júlí
breyttist tíðarfarið til hins betra á ný. Fram til 20. ágúst var
þokkaleg tíð, en þó fremur vætusöm.
1 kringum 20. ágúst breyttist veðurlag mjög til hins verra. Þá
gekk í eindregna norðanátt með slyddu og kulda, og stóð þessi
kafli í rúmar þrjár vikur. Ekki snjóaði þó að neinu rnarki í byggð,
en fjöll voru oft grá niður í miðjar hlíðar. Eftir þennan kafla tók
við þokkalegt haustveður, en segja má að veturinn hafi komið
fyrir alvöru upp úr rniðjum nóvember, eða mun fyrr en nokkur
síðustu ár. Þetta byrjaði með austan hvassviðri og bleytuhríð, en
fljótlega kólnaði og þá tók við reglulegt vetrarveður. I þessu
áhlaupi fennti fé í Bjarnarfirði og víðar á Ströndum. Um miðjan
desember gerði síðan norðanáhlaup, sem stóð í uþb. 5 daga. I
þessum veðrum urðu miklar rafmagnstruflanir á Ströndum, sam-
göngur lágu niðri að mestu ogjólafrí í skólum byrjuðu óvænt fyrr
en ætlað var. Víða setti niður rnikinn snjó, mun meiri en á sama
árstíma mörg undanfarin ár.
Landbúnaður. Sauðburður gekk vel vorið 1992, frjósemi var víðast
mjög mikil og heilsufar ágætt. Svo virðist sem frjósemi hafi al-
mennt aukist á síðustu árum. Sífellt fleiri bændur rýja fé sitt á
haustin, og telja menn það hafa áhrif til aukinnar frjósemi ánna.
Einnig hafa líklega orðið framfarir í fóðrun með tilkomu rúllu-
baggatækninnar. Nú er algengt að bændur slái hluta af túnum
sínum snemma meðan næringargildi grasa er hátt. Þetta hey er
11