Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 115

Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 115
Aðalkennari var sr. Jón Guðnason. Hann var einn þeirra manna sem vinna sín bestu verk í kyrrþey án þess að ætlast til launa eða þakklætis. Hann hvatti okkur æskufólkið í prestakalli sínu til að afla okkur menntunar svo við gætum séð okkur far- borða og tekist á við lífið. Ég veit til þess, að ungmenni, sem ekki átti fyrir skólagjöldum lánaði hann fé, en tók það fram, að enginn mætti um það vita. Ekki þurfti ég fjárstuðning frá honum, en hann hvatti mig og studdi í skólanámi og starfi eftir það. Ég á honum mikið að þakka. Hann var framúrskarandi góður kennari. Flestum okkar fannst málfræðin óttalegt torf en hann hætti ekki að troða henni í okkur fyrr en hún tolldi þar — ja, eða þannig! Ellert Finnbogason frá Sauðafelli kenndi okkur reikning, leikfimi og sund. Hann var mikið prúðmenni sem öllum féll vel við enda var hann bara á aldur við eldri nemendurna. Ég man hvað hann var flinkur á skautum. Handavinnukennarar voru þær Kristjana Hannesdóttir fyrri veturinn og Anna Stefánsdóttir frá Eyjadalsá í Þingeyjarsýslu þann seinni. Handavinna — það var sko ekki mín sort. Ég var óttalegur auli. En Anna leyfði mér stundum að lesa upphátt fyrir þær stelpurnar í tímum, ástarsögur eða eitthvað þess háttar, því að hún sá hvað ég var vitavonlaus með nálina. En annað var uppi á teningnum þegar Áskell Jónsson frá Mýri var að kenna okkur söng. Þar var ég heils hugar. Áskell hafði líka sér- stakt lag á okkur, bæði kenndi hann okkur söng af sínum lands- kunna dugnaði og svo spilaði hann fyrir dansi hjá okkur. Þetta var áratugur hinna rómantísku danslaga, — „Den lille Sigöjner“, „Little man, you’ve had a busy day“ og ótal mörg önnur, sem eru alveg ódauðleg. Þau spilaði hann eftir nótum, ég sé þetta enn og heyri fyrir mér. Hann var á sama aldri og Ellert, 25 áraeðaþar um bil. Sumir nemendurnir fyrri veturinn voru eldri en þeir, eða á sarna aldri. Ég man t.d. eftir tveim Súðvíkingum, Kristjáni Leós og Kristjáni Guðmundssyni. Kristján Guðmundsson hafði svo fal- lega tenórrödd. Hann hafði djúpt og sérkennileg ör á vinstri kinn og við fórum að spyrja hann, hvernig hann hefði fengið það. Nú, eins og sannur Vestfirðingur hafði hann verið til sjós frá unga aldri, og oft komist í hann krappan. Þrisvar hafði hann tekið út af báti og í eitt skiptið var hann að drukknun kominn, orðinn næst- 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.