Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 116
um meðvitundarlaus og farinn að klæða sig úr, eins og sagt er að
menn geri oft þegar þeir eru að drukkna. Þá var eins og hnífi væri
stungið í kinnina á honum og hann komst óþyrmilega til meðvit-
undar. Bátsverjar höfðu nefnilega krækt í hann með krókstjaka
þar sem þeir sáu að hann var að hverfa í djúpið og björguðu lífl
hans þannig.
Smíðar voru kenndar seinni veturinn minn og sá sem þær
kenndi var Þórarinn Lýðsson frá Bakkaseli í Hrútafirði.
Matráðskonur voru tvær, Ingibjörg Levy var sú sem alla ábyrgð
bar, en með henni voru þær Ingibjörg Markúsdóttir fyrri vetur-
inn en þann seinni Anna Franklinsdóttir. Þá var líka sérstök stúlka
til að fylgjast með þvotti og umgengni hjá nemendum. Hún hét
Sólveig Sigurðardóttir og var norðan úr Þingeyjarsýslu. Þarna var
ekki margt starfandi fólk við skólann því samvinna var mikil með
launaða verkafólkinu og nemendunum. Þannig var skólinn um
margt eins og fjölmennt heimili. Okkur nemendunum var skipt í
vinnuflokka, að mig minnir 5—6 í hverjum flokki, að minnsta kosti
var það áreiðanlegt að alltaf var þvottur þveginn hálfsmánaðar-
lega úr hverju herbergi. Einn flokkur kom t il vinnu fyrir kl. 7 og
skúraði gólfin, annar hjálpaði til í eldhúsinu. Þriðji flokkurinn
þvoði þvottinn sinn og gekk frá honum daginn eftir. Þannig kom
vinnan jafnt á alla. Allt var þetta unnið undir eftirliti umsjónar-
stúlkunnar. Hún leit eftir umgengni á göngum og herbergjum og
kenndi strákunum að strauja þvottinn sinn og stagla í sokkana
sína. Kannski var það orsök þess að þeir fóru að ganga berfættir í
skónum og í stutterma skyrtum . . . Þetta voru eins og hvolpar.
flugust á án nokkurs tilefnis og þá vildi nú bresta saumur og slitna
úr tala. En Sollu var bara skemmt, þó að hún væri að reyna að siða
þá.
Kennsla byrjaði alltaf kl. 8 og höfðu þá allir borðað morgun-
verð, hafragraut, slátur og brauð. Henni var lokið kl. 4, en síðan
var lestrartími í kennslustofum milli kl. 5 og 7. Þar mátti helst ekki
heyrast stuna né hósti. Þetta voru friðsælar stundir.
Eftir kvöldmat kl. 7 var tírni ærsla og samvista, en hálfellefu áttu
allir að vera komnir í sitt herbergi og helst í bólið. Þetta var hin
hefðbundna dagskrá. Um helgar voru oft kvöldvökur með ýmsu
114