Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 18
sumars, en þessi hús hafa á allra síðustu árum notað heilfrysta
rækju af Drangavík og síðar af Hólmadrangi til uppfyllingar
þegar rækjubátar hafa ekki getað útvegað nægjanlegt hráefni. Til
að mæta þessu var gripið til þess ráðs að kaupa svonefnda rússa-
rækju, og þann 1. júlí landaði flutningaskipið Malakhitovyy frá
Murmansk 150 tonnum af frosinni rækjublokk til vinnslu á
Hólmavík.
Mikill uppgangur var í trilluútgerð á Ströndum á árinu, einkum
hjá svonefndum krókaleyfisbátum. Þorskur veiddist inn um allan
flóa, og í lokjúní fengu trillurnar talsverðan afla nokkur hundruð
metra frá bryggjunni á Hólmavík. Að kvöldi 28. júní mátti greina
17 handfærabáta út um elhúsglugga Hólmvíkinga, og var þá um
tveggja mínútna sigling á miðin. Að sögn roskinna manna hafði
fiskur ekki gengið svo innarlega á Steingrímsfjörð frá stríðslok-
um. I nóvemberlok þegar veiðitímabili smábáta lauk, hafði afla-
hæsta trillan, Sædís ST-17, landað urn 168 tonnum í Hólmavíkur-
höfn frá ársbyrjun!!! Þorskveiðar á stærri bátum gengu einnig
mjög vel mestan hluta ársins.
Trilluútgerð blómstraði ekki aðeins á Hólmavík, heldur voru
einnig mikil umsvif á þessu sviði á Drangsnesi. Sömu sögu er að
segja úr Arneshreppi, og þegar mest var lögðu 10—12 trillur upp
afla hjá Kaupfélagi Strandamanna á Norðurfirði. Auk þess reri
einn línubátur þaðan um hausdð, og bjuggu bátsverjar í verbúð á
Norðurfirði. Meðal þeirra sem störfuðu við útgerðina voru
nokkrir króatar, sem flúið höfðu ástandið í heimalandi sínu. Alls
var landað um 130 tonnurn af fiski á Norðurfirði á árinu. Þar af
voru um þrír ijórðu hlutar saltaðir á staðnum, en afgangurinn
sendur landleiðina suður á markað.
Yfir sumarmánuðina lögðu uþb. 3 trillur og einn stærri bátur
upp afla hjá Lýð Hallbertssyni í Djúpuvík. Aflinn var ýmist saltað-
ur á staðnum eða seldur á markaði.
Halli varð á útgerð frystitogarans Hólmadrangs árið 1991, eink-
um vegna kostnaðar við uppsetningu á rækjuvinnslulínu í skipinu
og vegna afskriftar á hlutafé fyrirtækisins í Drangavík hf. Afkom-
an á árinu 1992 varð eitthvað betri, en þó eru horfur á að halli hafi
orðið á fyrirtækinu. Veiðar gengu sæmilega mestan hluta ársins.
16