Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 92
ráð vort í annan stað, og hefi ég það helst í hug mér að fara og
finna Höskuld og beiða hann sonarbóta, því að þar er sæmdar
von, sem nóg er til“ (ísl. fornr., XII., bls. 37—38).
Njála kveður Svan hafa verið fjölkunnugan mjög, ódælan og
illan viðureignar, en ekki eru önnur dæmi nefnd um kunnáttu
hans í fornum fræðum en þau, sem birtast í frásögninni hér að
framan. Svanur verður fyrir aðsókn og er henni lýst á mjög
svipaðan hátt og tíðkaðist í æsku höfundar þessarar greinar. Ekki
var það fólk, sem þá lýsti svo aðsókn, talið vera fjölkunnugt. Sama
máli hefur væntanlega gegnt um Svan hvað þetta varðar. Svanur
beitir á hinn bóginn fornum galdri til að hindra Osvíf í að komast
til Bjarnarfjarðar, en virðist einnig hafa gætt þess, að enginn
skaðaðist. Galdur af því tægi flokkaðist fremur sem hvítur galdur
en svartur.
Ósvífur hafði sitt fram. Höskuldur greiddi honum sonarbætur,
enda taldi Hrútur bróðir Höskulds Hallgerði hafa verið ráðabana
Þorvalds og byggði gerð sína á því. Hallgerður giftist síðar Glúmi
Óleifssyni. Sagan gefur til kynna, að með þeim hafi tekist góðar
ástir. Eigi að síður barði Glúmur Hallgerði og vó Þjóstólfur hann
til hefnda. Hallgerður sendi Þjóstólf þá til Hrúts föðurbróður
síns. Hann skildi skilaboðin og vó Þjóstólf. Svanur var þá andaður.
Síðast giftist Hallgerður Gunnari Hámundarsyni á Hlíðarenda,
og gefur sagan ótvírætt til kynna, að með þeim hafi verið girndar-
ráð. Gunnar laust Hallgerði kinnhest svo sem frægt er orðið. Hún
launaði kinnhestinn með því að neita honum um lokk úr hári sínu
í bogastreng á banadægri Gunnars, en hann var bogfimur mjög.
Óvíst er með öllu, að þetta hafi ráðið úrslitum, enda sótti fjöl-
mennur her að Gunnari einum í þetta skipti.
Ekki er oft frá því greint í fornritum, að karlar hafi barið konur,
enda virðist slíkt ekki hafa þótt við hæfi. Hallgerður varð þó að
sæta þessu af hendi þriggja eiginmanna og voru að minnsta kosti
tveir þeirra þó taldir vera miklir ágætismenn og jafnvel kappar.
Allir uppskáru þeir eins og til var sáð. Sú spurning vaknar, að
sagan hafi þann boðskap að geyma, að eiginmenn skuli ekki berja
eiginkonur sínar.
Hver var hlutur Svans á Svanshóli í ógæfu Hallgerðar? Frá-
90