Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 141
stjóri á ísabellu var Eiríkur Eiríksson í Reykjavík. ísinn kostaði 70
kr. og lofaði Eiríkur að senda peningana með næstu póstferð sem
yrði eftir 20. ágúst og Hjálmar skyldi senda honum kvittun fyrir
móttökunni. Slík dæmi sýna okkur að skipstjórar höfðu oft ekki
handbært fé á skipum sínum um þær mundir fyrir nauðsynlegum
kostnaði. Þá var borgað af reikningi útgerðar sem hún átti inni hjá
einhverri verslun eða útgerðin sjálf borgaði.
Þá segir Níels að Sléttanes úr Viðey hafi keypt ís 24. júlí um
sumarið. 22. ágúst keypti Langanes 1000 pund en borgaði ekki
strax. Þessi kútter Péturs Thorsteinssonar var að veiða síld, líklega
til beitu, en illa virðist hafa veiðst, því að hann keypti 200 síldar af
Magnúsi í Kjörvogi. Næsta dag keypti hann svo af Níelsi 400 síldar
á þrjá aura stykkið og 1000 pund af ís. Skipstjórinn Ingólfur
Lárusson borgaði með ávísun.
3. maí 1914 fór Níels norður í Árnes til að sækja 72 kr. póstávís-
un frá Duusverslun í Reykjavík. Þetta var greiðsla fyrir ís frá
sumrinu áður. Varðveist hefur í gögnum Níelsar stuttur listi yfir
seldan ís í júlí og ágúst 1913. Af honum rná sjá að 3. maí 1914 var
Duusverslun að borga ís sem kútterarnir Hákon og Ihó höfðu
tekið í ágúst 1913, semtals 4.200 pund.
Þá segir hann að Gísli, einn íshúseigandinn, hafi fengið íspen-
inga alls 95 kr. 25. nóv. 1914. Níels segir að þeir íshúseigendur hafi
skipt peningunum á rnilli sín en segir ekki hvaðan þeir hafi komið.
18. september 1915 fengu þeir gamalt salt hjá Sunnlendingum í
skiptum fyrir ís. Voru þetta 200 pund af salti, en ekki er getið um
ísmagnið. Níels fékk m.a. hníf við þessa íssölu.
Nágrannar fengu líka ís úr íshúsunum. Nonni Magnússon og
Jói Hs. fengu hvor um sig íspoka 1. ágúst 1915. Jón Magnússon
sjómaður á Gjögri hefur þá verið 28 ára, en síðar átti hann eftir að
byggja íshús. Urn Jóa hs. er áður rætt.
í ágúst 1918 voru menn orðnir kaffilausir og sykurlausir á
Gjögri. En 14. ágúst fékk Níels tvö pund af kaffi fyrir ís.
14. júlí 1923 keypti kútter Fanney, eign Zoéga og gerður út frá
Stykkishólmi, 30 poka af ís fyrir samtals 35 kr.
Ekki hefur Níels verið borgað fyrir ísinn úr Fanney við af-
greiðslu, því að 25. nóv. skrifaði hann Isleifi bróður sínum í
139