Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 91
um hafi áður nefnst Bjarnarey. Það kemur til álita, en skýringin
hefur þann annmarka, að Lambey er inni á Hvammsfirði og sá
fjörður hefur aldrei haft orð á sér fyrir veiðiskap. Breyta þarf
fleiru í sögunni, ef þessi kostur er valinn. Raunar kemur hvergi
fram í sögunni hve lengi Þjóstólfur var á leiðinni, hann gæti þess
vegna hafa komið að morgni næsta dags eftir að Þorvaldur náði til
eyjarinnar eða þarnæsta dags. Leiðin er um 38 km. Síðari alda
rnenn hafa leikið annað eins eftir, og svall þó ekki jafnmikið
móður og Þjóstólfi hefur væntanlega gert. Vigfúsi „einum á báti“
(Brokeyjar-Vigfúsi) hefur væntanlega ekki ofboðið að róa annað
eins einn á sexæringi sínum (Rauðskinna hin nýja, á bls. 203-205),
Vigfús þessi mun hafa dáið 1860-1870.
Hallgerður sendi Þjóstólf til Svans að verki loknu. Ósvífur vildi
sækja hann þangað, en Svanur hafði ráð undir hverju rifi, svo sem
ráða má af eftirfarandi frásögn:
„Nú tók Svanur til orða og geispaði rnjög: „Nú sækja að mér
fylgjur Ósvífurs.“ Þá spratt Þjóstólfur upp og tók öxi sína. Svanur
mælti: „Gakk þú út með mér; lítils mun við þurfa." Síðan gengu
þeir út báðir. Svanur tók geitskinn eitt og veifði um höfuð sér og
mælti:
Verði þoka
og verði skríþi
og undnr öllum þeim,
er eftir þér sœkja.
Nú er frá því að segja, að þeir Ósvífur riðu á hálsinn og menn
hans; þá kom þoka mikil í móti þeim. Ósvífur mælti: „Þessu mun
Svanur valda, og væri vel, ef eigi fylgdi rneira illt.“ Litlu síðar sé
sorti mikill fyrir augu þeim, svo að þeir sá ekki, og féllu þeir þá af
baki og týndu hestunum og gengu í fen ofan sjálfir, en sumir í
skóginn, svo að þeirn hélt við meiðingar; þeir töpuðu af sér vopn-
unurn. Þá mælti Ósvífur: „Ef ég fyndi hesta mína og vopn, þá
mundi ég aftur hverfa.“ Og er hann hafði þetta mælt, þá sá þeir
nokkuð og fundu hesta sína og vopn. Þá eggjuðu margir á, að enn
skyldi við leita um atreiðina, og var það gjört, og urðu þeirn þegar
hin sörnu undur. Og fór svo þrern sinnurn. Þá mælti Ósvífur: „Þótt
förin sé eigi góð, þá skal þó nú aftur hverfa. Nú skulum vér gera
89