Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 136
Daginn eftir réru svo flestir sjómenn og beittu Blönduóssíldinni
og veiddu vel. Þrem dögum síðar komu bæði Jón Daníelsson og
Þorsteinn Eyfirðingur með síld af Blönduósi. Var síldarfatan seld
á eina kr.
Guðmundur Pétursson, útvegsbóndi í Ófeigsfirði, kom með
þriðja síldarskammtinn af Blönduósi 18. júlí þetta sumar. Hann
hafði farið þangað í viðarferð og kom með beitusíld í bakaleiðinni.
Segir Níels að allir hafl fiskað á þessa síld.
Tæpri viku síðar segir hann, að margir vélbátar hafi beðið eftir
síld og ekki róið. En góður afli varð hjá þeirn sem höfðu beitu.
Níels var þá með næga síld sem hann geymdi í ís.
Þegar Níels fékk litla síld í net sín en aðrir meira, létu þeir hann
fá af feng sínum. 19. ágúst voru ekki nema 24 síldar í netum hans,
en Eiríkur Bóasson fékk um 200 og Ólafur á Melum um 400.
Eiríkur lét Níels fá 20 síldar og Ólafur lánaði honurn 30. Eiríkur
bjó á Gjögri, sonur Bóasar Jónssonar og konu hans Ríkeyjar
Eiríksdóttur. Hann var sjómaður á Gjögri og í Isafjarðarsýslu.
En fljótt gekk á síldina því að hann getur þess 1. september að þá
hafi fáir róið vegna beituskorts.
Eftirtektarvert er að 23. september seldi Níels Ásgeirsverslun á
ísafirði fisk. Þetta hlýtur að hafa verið saltfiskur. Daginn eftir fékk
hann innskrift hjá Eiríki Bóassyni og Jensen kaupmanni fyrir
kælingu á síld.
Stundum lét Níels nágranna fá bæði síld og ís. 1. ágúst 1915 fékk
hann um 330 sfldar. Þá lét hann Jón Magnússon fá 60 og ís í
tunnupoka og Jói Hs., sem gæti verið Jóhann Hjálmarsson, Guð-
mundssonar á Gjögri, fékk líka ís í poka.
Þegar síldarskipin komu inn á Djúpuvík, fóru allir þangað til að
ná sér í beitu. Báturinn Minerva, sem Óskar Halldórsson átti, kom
þennan sama dag með 90 tunnur af salti. Þetta var 17. ágúst 1918.
Tveim dögunr síðar kom vélbáturinn Njáll innan af Hvamms-
tanga til að ná sér í beitu. Öðrurn tveim dögum síðar kom annar
vélbátur, frá Skagaströnd, til að ná í beitu.
27. ágúst réri enginn, allir beitulausir. Svo var oft. En menn
fengu líkabeitusíld úr öðrum íshúsum. Níels segir 23. júní 1919 að
134