Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 20
leikum á árinu, og um haustið varð félagið að leggja bát sínum,
Guðrúnu Ottósdóttur ST-5. I árslok lá báturinn enn bundinn við
bryggju á Hólmavík og verður væntanlega seldur eða úreltur á
næstu mánuðum.
Auk þess sem Guðrúnu Ottósdóttur hefur verið lagt, var Donna
ST-4 seld burt úr héraði á haustmánuðum. Bátakostur Hólmvík-
inga hefur því minnkað töluvert á síðustu mánuðum.
Þrátt fyrir erfiðleika í útgerð og fiskvinnslu var atvinnuleysi
ekki teljandi á Hólmavík á árinu og nær ekkert á Drangsnesi.
Meira um atvinnurekstur. Haustið 1992 keyptu nokkrir Bæhrepp-
ingar kertaverksmiðju Hreins hf. og settu hana upp í gamla skóla-
húsinu á Borðeyri. Með í kaupunum fylgdu nokkrir samningar
um sölu, og var unnið upp í þá á síðustu vikum ársins. Stefnt er að
því að stofna hlutafélag um rekstur kertaverksmiðjunnar, og er
reiknað með að hún skapi um 3 ársverk í sveitarfélaginu.
Ferðamál og norrœn samskipti. Flest bendir til að ferðaþjónusta geti
orðið mikilvægur þáttur í atvinnulífi Strandamanna á næstu ár-
um. Þann 31. október var stofnfundur Ferðamálafélags Stranda-
sýslu haldinn á Hólmavík, en félaginu er ætlað að efla samstarf
ferðaþjónustuaðila í héraðinu. Fyrsta stjórn félagsins skipa þau
Nanna Magnúsdóttir, Stefán Gíslason og Magnús Sigurðsson.
Á verslunarmannahelginni flutti Sæbjörg ST-7 rúmlega 30
Strandamenn norður á Hornstrandir, þar sem fólkið dvaldi yfir
helgina. Þótti ferðin takast með eindæmum vel, og komu ferða-
langarnir þreyttir og sólbrúnir til baka. Á sömu helgi lieimsótti 12
manna hópur frá Tanum Hólmvíkinga, en Tanum er vinabær
Hólmavíkur í Svíþjóð. Heilluðust gestirnir mjög af náttúrufeg-
urðinni á Ströndum. Þótti þeim m.a. mikið til um lundamergðina í
Grímsey, en lundinn er nær horfinn úr Tanum og nágrenni.
I september sátu 5 fulltrúar Hólmavíkurlirepps vinabæjar-
nefndafund í Árslev, vinabæ Hólmavíkur í Danmörku, en slíkir
fundir eru haldnir annað hvert ár. Næsti fundur verður á Hólma-
vík 1994.
18