Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 69
Allt byggðistþetta á langri oggamalli reynslu sem gengið hefur íarffrá
kynslóð til kynslóðar . . .
Já, og til dæmis verkfærin, þau voru öll heimasmíðuð og hugs-
aðu þér þessar stóru skepnur og rnikil átök . . . ég man aldrei eftir
að verkfæri bilaði, svo vel var frá þessu gengið. Og margt fleira
skemmtilegt væri nú hægt að segja í sambandi við þetta. Það er t.d.
af þvívið vorum að tala um kösunina og það . . . ef hákarl skemm-
ist í kös þá gat hann skemmst það mikið að hann var talinn
hættulegur til neyslu og meira að segja dæmi um það að fólk hafi
dáið af því að eta skemmdan hákarl. En þeir fundu ráð við þessu
gömlu mennirnir, eitt af þessu sem ég hef svo ákaflega gaman af,
hvernig þeir fóru að, samanber þegar börnum var bannað að
ganga aftur á bak, að þá væru þau að ganga pabba og mömmu
niður í gröfina. Þetta var ekkert nema slysavörn. Eg var staddur á
bæ . . . ég var þá unglingsstrákur . . . hjá gömlum hjónum — var
lánaður þangað þeim til skemmtunar — og þá var nú allur matur
skammtaður. Svo er það einn dag sem oftar að þá er harðflskur og
hákarl á borðum. Gamla konan er að sneiða niður hákarlinn. Allt í
einu segir gamla konan: „Það er ekki hægt að borða þennan
hákarl," segir hún við manninn sinn. „Hann hefur étið mann.“
Hvernig sá hún það?
Tja, ég spurði nákvæmlega eins: „Heyrðu, livernig sér þú það?“
„Jú sérðu,“ segir hún og sýnir mér í skyrhákarlinum rauðar rákir.
Það hefur sennilega átt að vera blóðið úr manninum. En þessar
rauðu rákir er rotnun sem kemst í hákarlinn í kösun og er talin
mjög varasöm. En þarna fundu þeir ráðið, hann hafði étið mann
og það vildi náttúrlega enginn borða hákarl sem hafði étið mann.
Þetta var skýring þjóðtrúarinnar . . .
Já, og þetta var að mínum dómi slysavörn, ein af mörgurn
þessum gömlu, skemmtilegu slysavörnum sem alþýðan fann upp.
Er hákarlinn hollur matur?
Já, mjög hollur, sé hans neytt í hófi. En það er með hákarl eins
og annað að óhóf getur verið varasamt.
Hvað hefur hann sér helst til ágcetis?
Hann hefur margt sér til ágætis, en t.d. gagnvart þessu sem við
vorum að enda við að segja . . . hann er ákaflega leysandi hákarl-
67