Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 82
Sr. Jón Guðnason:
Guðmundur
Pétursson í
Ófeigsfirði
Aldarminning bcendahöfðingja:
1853 — ó.janúar — 1953
Fyrir 100 árum bjuggu ung hjón, Pétur Magnússon og Hall-
fríður Jónsdóttir, á Melum í Arneshreppi í Strandasýslu. Vorið
1856 fluttust þau að Dröngum, en það er næst nyrzti bær í þeirri
sveit og í Strandasýslu. Bjuggu þau á Dröngum til æviloka, en
létust bæði árið 1887, rúmlega hálfsjötug að aldri. Þau Pétur og
Hallfríður voru merkishjón, enda áttu þau til rnætra manna að
telja. Pétur var sonur Magnúsar hreppstjóra á Finnbogastöðum,
Guðmundssonar bónda s. st., sem taliirn er ættfaðir Finnbogaætt-
ar, Bjarnasonar í Sunndal og víðar, Péturssonar í Hlíð í Kollafirði,
Salónronssonar. Kona Magnúsar hreppstjóra var Guðrún Jóns-
dóttir frá Látrum á Látraströnd, systurdóttir séra Jóns Pétursson-
ar í Steinnesi, en kona Guðnrundar á Finnbogastöðunr var Guð-
rún Magnúsdóttir, Alexíussonar. Hallfríður kona Péturs á
Dröngum, var dóttir Jóns á Melunr, Guðmundssonar s. st., Magn-
ússonar. En kona Jóns á Melunr var Steinunn Ólafsdóttir frá
Ásmundarnesi, Andréssonar.
Þau Pétur og Hallfríður á Dröngum áttu nrörg börn, sem urðu
atgervisfólk. Nafnkunnastur þeirra varð Guðmundur eldri, sem
unr langan aldur var bóndi í Ófeigsfirði og héraðshöfðingi norður
þar. Verður hans getið hér að nokkru í tilefni af því, að nú eru
liðin rétt 100 ár frá fæðingu hans.
80