Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 65
Skrápurinn var fleginn af stærstu lykkjunum og notaður í skó.
Það var sem sagt allt notað. Þegar maður tók hákarl til þess að
verka hann þá skar maður hann niður í hæfilegar lykkjustærðir og
til að nefna nokkur nöfn sem ég man á lykkjunum ef byrjað er
aftast á hákarlinum, það var strabbalykkja. Aftasti hluti hans var
kallaður strabbi. Þá komu skaufalykkjur sín hvoru megin, það voru
kviðlykkjur, en skaufarnar voru gotraufaruggarnir. Því næst voru
kviðlykkjur og baklykkjur. Þá kornu bcegslislykkjur. Þær voru af kviðn-
um beggja megin við uggana sem þar voru. Fremsta lykkja úr
bakinu á hákarlinum var kölluð slapalykkja, en slöp voru kölluð
öndunarfæri hákarlsins. Þegar þetta var verkað voru slöpin skor-
in utan af lykkjunni og hreinsað vel.
Ýmislegt fleira var til nýtingar en ég held ég hafi nú talið flest
sem var notað. Sem sagt doggahákarlar sem voru fluttir heilir að
landi voru gjörnýttir. Urn hákarla úr skurðarróðrum var ekki að
ræða, það var allt úrvalshákarf, ekki annað hirt.
Nú kannast flestir við skyrhákarl og glerhákarl. Hver er munurinn á
þessu tvenmi?
Munurinn er sá að skyrhákarl er úr bakinu á hákarlinum þar
sem lykkjan er þykk, en glerhákarl úr kviðnum. Þar er lrann
þunnur. Það getur verið þannig að endi á lykkju úr baki geti verið
það þunnur að það myndist harður glerhákarl. Hann er harður í
gegn en skyrhákarlinn eins og allir kannast við rnjúkur og hvítur.
Já, hinn er miklu dekkri á litinn.
Já, hann er svona brúnleitur.
Hvernig fór svo verkunin fram að öðru leyti? Tók þetta ekki langan
tíma ?
Jú, hann þarf að kasast lengi til þess að hann verði góður. Ég get
lýst hvernig hann var verkaður á mínu æskuheimili, en hákarl
þaðan þótti alveg sérstaklega góður. Byrjað var á því þegar búið
var að skera hann í lykkjur að flytja hann að kasarstæðum sem
kölluð voru. Það voru yfirleitt gjótur í kletta og þessar gjótur voru
hreinsaðar ákaflega vel og meira að segja þvegnar úr sjó áður en
hákarl var látinn í þær. Þær voru valdar mismunandi stórar eftir
hvort nrikið eða lítið þurfti að kasa, en yfírleitt þótti nú verra að
hafa rnjög stórar kasir, því meiri hætta var á að hann gæti skemmst
63