Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 105
kornung börn sín og konuna með nokkurra daga millibili, börnin
úr kíghósta, en konuna úr heilablóðfalli, að því er mér var tjáð.
Hún hafði áður vakað yfir börnunum sínum fársjúkum sólar-
hringum saman og álagið orðið henni um rnegn. Þetta varð hon-
um þungt áfall og margir óttuðust að þvílíkt í eiðarslag yrði hon-
urn ofraun, en þessi hógværi og hljóðláti maður var gæddur meira
sálarþreki en margir þeirra sem hærra höfðu, og frá honum
heyrðist ekki eitt einasta æðruorð, bar harm sinn í hljóði og sinnti
vitavarðarstarfinu áfram á annað ár eftir þessa sorglegu atburði.
Einhverrar aðstoðar mun hann að vísu hafa notið fiá nágranna-
bæjunum um skeið en varla í svo ríkurn mæli að orð þætti á
gerandi. Það þótti svo sjálfsagt að rétta þeim hjálparhönd sem
fyrir áföllum urðu, hvort sem þau stöfuðu af ástvinamissi eða
öðrum óhöppum.
Ég nálgaðist nú smátt og smátt vitabygginguna og þar með
vonina um farsæl endalok þessa furðulega ferðalags. Urn leið og
ég barði að dyrum varð mér litið á úrið mitt og sá þá að það hafði
tekið mig níu klukkustundir að staulast þessa fyrirfram ákveðnu
þriggja tíma leið milli Barðsvíkur og vitans. Það var tekið vel á
móti mér, látinn setjast að matborði þegar í stað og spurður frétta
af Austurströndum. Ég leysti úr því eins vel og mér var unnt en
fór svo að segja frá ferðalagi rnínu. Vitavörðurinn, frændi minn,
hlýddi hinn rólegasti á hrakningasöguna en mér fannst húsfreyj-
unni þykja hún síður trúverðug, þótt hún hefði ekki beinlínis orð
á því. Hún sá að ég hafði sæmilega matarlyst og að útlit rnitt bar
þess lítinn vott að ég væri þungt haldinn. Það var ekki fyrr en ég
reyndi að standa upp frá matborðinu að henni var fullkomlega
ljóst hvað mér leið. Mér ætlaði ekki með nokkru mótu að takast
það, var eins og negldur niður og sársaukinn varð alveg óbærileg-
ur. Ég fölnaði og sótroðnaði á víxl, beit á jaxlinn og bölvaði, en
ekkert dugði, ég gat þetta ekki. Með aðstoð húsráðanda, tókst mér
þó að lokum að kornast upp í herbergið sem mér var ætlað sem
svefnstaður næstu nótt, en það varð einnig að hjálpa mér úr
Utanyflrfötunum. Og mikið varð ég feginn hvíldinni, sofnaði
fljótt en svaf ekki lengi í einu, því við hverja minnstu hreyfingu
stakk verkurinn mig svo um munaði.
103