Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 47
var Guðrún Sigmundsdóttir úr Fróðárhreppi á Snæfellsnesi. Fíún
var sögð fríðleikskona. Þau áttu tvo syni, Guðmund síðar bónda í
Bæ og Flarald sem dó á þrítugsaldri. Guðmundur í Bæ átti Björgu
Þorkelsdóttur frá Ofeigsfirði fyrir konu. Þau áttu margt barna og
eru afkomendur þeirra dreifðir víða um land. Dóttursynir þeirra
Bæjarhjóna voru m.a. séra Leó Júlíusson á Borg, Kristján Júlíus-
son skólastjóri og sonarsonur þeirra er Björgmundur bóndi á
Kirkjubóli í Valþjófsdal, svo nokkuð sé nefnt til kynningar á
afkomendum Guðmundar á Krossnesi og Guðrúnar Sigmunds-
dóttur, sem hér koma við sögu.
Þá ólu þau Krossneshjón upp systurson Guðmundar, Guð-
mund Pétursson í Ófeigsfirði, landskunnan athafnamann, sjó-
sóknara og félagsmálafrömuð í sinni sveit. Gagnmerkur þáttur
eftir Guðmund Pétursson er í 14. árgangi Strandapóstsins, þar
sem hann lýsir uppvaxtarárum sínum á Krossnesi, búskap þar og
fleiru.
Guðmundur Jónsson á Krossnesi varð bráðkvaddur aðeins
fertugur að aldri, eins og sagt er hér að framan.
Fáar sagnir lifa nú um Guðmund á Krossnesi, enda 114 ár frá
láti hans. Sögu þá er hér verður sögð, hefi ég að mestu eftir Agnari
Jónssyni frá Stóru-Avík, bónda á Hrauni og víðar, náskyldur
Guðmundi á Krossnesi og einnig eftir Gyðu (Guðfinna Guð-
mundsdóttir) á Finnbogastöðum. Hefur sagan eðlilega geymst
best í rninni frændfólks hans án þess að fara hátt.
Á Krossnesi eru stórar og myndarlegar klettaborgir heima við
bæinn, svonefndir Kvíaklettar og víða eru klettahjallar og standar,
sem hafa boðið álfatrúnni heim. Lá löngum orð á að þar væru
álfabyggðir, og álagablettir voru þar fleiri en annars staðar.
Svo bar til á Krossnesi að Guðmundur bóndi hvarf úr bænum á
gamlárskvöld og vissu heimilismenn ekki hvert hann fór. Dvaldist
honum nokkurn tíma úti. Ekki hafði hann orð á ferðurn sínum né
höfðu aðrir orð á þeim. Fór þessu fram nokkrum sinnum. Þótti
Guðrúnu konu hans þetta kynlegt eins og öðrum, en fékkst ekki
um lengi vel. Þó kemur þar eitt gamlárskvöld að hún hyggst
hnýsast um ferðir bónda síns og hvað valdi þessu brotthvarfi hans.
Þegar hann er farinn út fyrir skömmu tekur hún sig til og veitir
45