Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 43
skordýra í hinum fornu öskuhaugum og hann hefur komist að því
að nokkrar tegundir skordýra sem fyrrum voru á þessu svæði séu
nú útdauðar þar. Spurningin er nú hvernig túlka ber þessar
niðurstöður. Dóu þessar tegundir út þegar kuldakastið hófst á
miðöldum? Sem dæmi um slíkar rannsóknir má nefna að Jon
hefur rannsakað skordýraleifar á Bessastöðum á Alftanesi og
komist að því að útlendar skordýrategundir (m.a. maurar) hafa
verið þar í hýbýlum og skýringin er líklega sú að þau hafi flust með
matföngum danskra landstjórnarmanna.
Fornleifar, gerð bygginga, beinaleifar, skordýr, frjókorn, viðar-
bútar, skeljar og hár geta, þegar allt er lagt saman, gefið margvís-
legar vísbendingar um fortíðina. Með þeim upplýsingum sem fást
úr svona rannsóknum má gera sér grein fyrir lifnaðar- og búskap-
arháttum fyrrum og dagar „Indiana Jones“, þar sem ein dýrmæt
uppgötvun svarar öllum spurningum, er löngu liðin. Nú á dögum
eyða fornleifafræðingar löngum tíma í að telja og mæla og það
getur tekið marga mánuði að vinna úr gögnum sem safnað er í
fárra daga uppgreftri.
Framtídaráœtlanir
Leifarnar sem safnað var sumarið 1990 eru eins og stendur í
Reykjavík. Við höfum sótt um leyfi til að fá þær lánaðar svo við
getum rannsakað þær á rannsóknastofu okkar en á því hafa orðið
tafir. Við vonumst til að svo verði fljótlega og á meðan erum við að
rita skýrslur og greinar um það sem hingað til hefur verið gert.
Einnig stóðum við fyrir ráðstefnu í New York þar sem vísinda-
menn frá Islandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi, Bret-
landi, Kanada og Bandaríkjunum ræddu um leiðir til að fá enn
meiri upplýsingar úr fornum öskuhaugum (og skyld efni). Mynd-
uð hafa verið óformleg samtök og við vinnum saman að því að
setja rannsóknir okkar í alheimssamhengi sem e.t.v. kemur núlif-
andi mönnum að gagni, einkum hvernig þjóðir og þjóðabrot
brugðust við breyttu loftslagi fyrr á tímum. ísland og íslenskir
fornleifafræðingar léku stórt hlutvek á ofangreindri ráðstefnu og
41