Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 142
Stykkishólmi og bað hann að innheimta 45 kr. ísskuld hjá útgerð-
inni og senda sér sem fyrst.
1926 var færeyskur kútter á þessum slóðum. 21. ágúst fékk
hann fimm poka af ís og borgaði með salti. Tunnupokinn af ís var
seldur á 1,50 kr. og salttonnið á 40 kr.
En fleiri seldu ís en Níels. Þorsteinn Eyfirðingur, sem gerði út
frá Bolungarvík, kom inn og keypti ís af Jakob Thorarensen á
Gjögri um miðjan júlí 1929.
Þetta lauslega yfirlit sýnir að jafnvel lítil íshús, sem sjávarbænd-
ur komu upp, seldu nokkuð af ís. Þau gátu leyst brýnan vanda
nágranna sem vantaði ís til að frysta eða kæla í beitu. Skipt var á ís
og öðrum vörum. Stundum borguðu rnenn ísinn eftir á. Einnig
leituðu þangað stærri aðkomubátar sem hafa eflaust haft frysti-
kassa urn borð en vantaði oft bæði ís og beitu.
Hin daglega önn við íshúsin
Hér verður rakið hver voru helstu verk Níelsar Jónssonar í
íshúsi og þar í kring og hver hlutur félaga hans var í því verki.
Aður hefur verið getið um byggingu íshúsanna tveggja sem Níels
átti á Gjögri, annað einn en hitt með öðrum. íshúsið sem hann átti
einn nefndi hann sjóarhúsið.
I færslu 5. ágúst 1906 minnist hann fyrst á verk í íshúsi, en þá
segist hann hafa kælt síld.
13. apríl 1907 segir hann að Hjálmar háfi komið með fjóra
mennþeim félögum til hjálparvið að komaísí hús. Níels kom með
Jens á Víganesi svo að þeir hafa verið sjö sem þarna fylltu íshúsið í
bita og annað stafgólfið að vísu alveg.
Svipað var 3. apríl 1911, þá fylltu þeir sex íshúsið. Ekki var
eingöngu ís látinn í íshús, fönn virðist algengari. T.d. segir hann
11. mars 1912 að þeir hafi allir sex, sem rnunu hafa verið eigendur
íshússins, fyllt íshúsið af snjó og verið rúma fjóra tíma að verki.
Svipað var 8. maí 1912, því að þá segir Níels að þeir hafi pakk-
fyllt íshúsið. Síðan hafi þeir lagað þakið á íshúsinu og dóttir hans
Elísabet hafí hjálpað þeim. Sama dag segir hann að hann hafi
byrjað að koma snjó inn í sjóarhúsið. Tveim dögum síðar fyllti
140