Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 146
hann, seymdi hann, fesd í hann lista og fleira og þreif íshólfin sem
moldarkakkar voru í. Þá segir hann að innra lokið hafi vantað á
kassann. Hér höfum við því sæmilega lýsingu á frystikassa.
16. ágúst var hann allan daginn að koma frystikassanum inn í
íshúsið, leggja í hann og losa frystan srnokk úr pönnum og setja í
kassann. Hann segist þurfa að frysta sumar pönnurnar betur og
leggja smokk frá deginum áður í pönnur. Þessum aðfengna frysti-
kassa kom Níels ekki inn í íshúsið nema með því að saga burt
annan dyrastafinn.
29. ágúst 1929 segist Níels hafa lagað frystikassann og losað í
hann úr sex pönnum, þrem með síld og þrem með smokk. Magn-
ús á Kjörvogi eigi tvær pönnur, líklega af þessurn sex. Varasamt er
að draga þá ályktun af þessu að þeir Kjörvorsbændur hafi ekki átt
íshús þá, því að víða þekktist að íshúseigendur fengju að skjóta
pönnum inn í hús granna sinna af ýmsum ástæðum.
18. september segist hann hafa tekið smokk úr 10 pönnum frá
Lýð svo vanti 14 á að kassinn sé fullur. Síðan segist Níels hafa bætt í
báða frystikassana.
9. apríl 1930 segist Níels hafa byrjað að fylla og komið snjó inn
vel á veggi. Frystikassinn sé í húsinu næstum fullur af smokk, en
frystikassa Lýðs hafi hann flutt út. Hann segir að Jón á Kaldbak,
sem mun hafa verið bróðir Sigurlaugs tengdasonar Níelsar, hafi
hjálpað sér við þetta verk og krakkar troðið snjóinn. Snjó hafi
verið ekið í þrennum hjólbörum.
13. október þetta sarna ár segist hann hafa mokað talsvert af
nýrri fönn inn í íshúsið, sú gamla hafi verið orðin mjög lítil og
léleg. En Valdimar hafi komið með 11 poka innan frá Naustvík og
hafi verið hægt að leggja þrisvar í frystikassann áður en snjóaði á
Gjögri. I gærkvöldi hafi svo hríðað og því mögulegt að fá nýjan
snjó í íshúsið.
A fyrstu vikum næsta árs hríðaði mikið á Gjögri. 25. janúar
segist Níels hafa mokað íshúsið sitt upp og lagt í frystikassann. 24.
febrúar fór hann í fyrsta sinn inn um vindaugað á austurgaflin-
um. Fennt hafði fyrir dyrnar upp á veggbrún. í byrjun rnars var
hann að moka frá íshúsdyrunum og dyrum söludeildarskúrsins,
en úr honum fékk hann gaddfreðið salt. Níels náði að koma
144