Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 128
Íshúsvík og var nafngiftin dregin af torfhúsi, sem safnað var snjó í
til að geyrna síld. Torfltúsið var orðið gamalt og þakið fallið að
hluta. Þess vegna var alltaf passað að hurðin væri bundin aftur svo
engin skepna kærnist þar inn.
Við byrjuðum að athuga hvort hurðin á torfhúsinu væri bundin
aftur og svo reyndist vera. Síðan var leitað Eyjaklif og inn að Fossá
síðan fram Asparvíkurdal og upp á Eyjaíjall en hvergi fannst
kindin. Við urðunt því að fara heim við svo búið enda komið langt
fram á kvöld. Það var þreyttur unglingur sem lagðist til hvíldar
þetta kvöld.
Um nóttina dreymdi mig draum og fannst mér þar sagt við mig,
að kindin, sem ég var að leita að, væri borin og væri hún inni í
Ishúsinu. Um morguninn þegar ég vaknaði dreif ég mig á fætur
og niður í eldhús til systur minnar og segi henni að ég ætli að fara
inn í Íshúsvík, en þori ekki að segja henni-frá draumnum því ég
var ekki viss hvort hann myndi rætast. Þegar ég kom að torfhúsinu
og kom að hurðinni lokaðri var mikill spenningur að sjá inn í
húsið. Þegar inn í húsið kom, þá sá ég kindina, sem svo mikið var
búið að leita að og hjá tíenni lamb. Við nánari athugun fann ég
þarna annað lamb, sem var orðið býsna líflítið. Var nú fundin
skýring á, hvers vegna kindin var í torfhúsinu þó dyrnar væru
lokaðar, hún hafði farið niður um gatið á þekjunni og borið þarna
inni.
Rak ég nú kindina og lambið út úr torfhúsinu en tók veika
lambið og vafði það inn í blússuna, sem ég var í og flýtti mér með
það heim í eldhús til systur minnar, sem tók við því og hjúkraði.
Það er af lambinu að segja, að það hresstist í hlýjunni og við góðan
skammt af volgri mjólk. Um haustið var mér gefið lambið og var
það fyrsta kindin, sem ég eignaðist.
Bœttur skaði
Veturinn 1940 gerði ég út frá Drangsnesi bátinn Heppinn ST
91. Með mér á bátnum voru hásetar þeir Bjarni Bæringsson og
Jóhannes Jónsson bróðir rninn.
126