Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 139

Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 139
Sóló frá ísafirði. Skipstjórinn á Fönix pantaði síðan síld hjá Níels. Stærri skip gátu verið þeim hjálpleg. 22. ágúst 1926 var gufu- skipið Austri að snurpa og fékk 500—600 tunnur síldar. Þennan dag voru Níels og Sigurlaugur að vitja um net sín, fóru til þeirra á Austra og fengu gefins 300—400 síldar sem þeir settu í frysti. Þá segir Níels að Freyja hafi komið frá Skagaströnd og hafi ýmsir sjómenn fengið síld hjá skipstjóranum. 7. júlí 1928 fengu þeir Níels síld af togara og settu frysta síld í frystikassann en nýju síldina af togaranum í pönnur. Þá fékk Sigurlaugur síld í net sín og flestir fengu beitusíld hjá honum, 1—3 beitingar hver, en Sigurlaugur hafði fengið 700 síldar. Níels seldi líka smokk. Hann segir t.d. að 3. júní 1930 hafi gufuskipið Elín komið inn um kvöldið og þeir á Elínu keyptu 50 síldar fyrir 5 kr. og fullan bala af smokk á 15 kr. Vöruflutningaskipin komu þeim líka til hjálpar. 20. apríl 1932 kom Jóhann Andrésson með frysta síld inn af Reykjarfirði í tveim pokum, en þessi síld kom með Lagarfossi frá ísafirði. Segir Níels að hún hafi verið að mestu uppþiðnuð, svo að hún hefur komið úr íshúsi á ísafirði. Níels setti síldina strax í kassa og frysti hana eins og hann best kunni. Hann segir að síldin hafi verið fjóra sólar- hringa á leiðinni frá ísafirði, að vísu þrjá af þeim á höfnum þarna. Þessa síld hafi Sigurlaugur sent frá Isafirði. Jóhann Andrésson var sjómaður og bjó á Gíslabala. Þá segir hann að 10. maí 1933 hafi vélbáturinn Ebbi komið frá Hólmavík frá því að sækja frystisíld. Segist Níels hafa lánað Guð- jóni, en þennan bát átti Guðjón Guðmundsson hreppstjóri á Eyri við Ingólfsfjörð. Án efa hefur hann lánað Guðjóni frysta síld. I sjóarhúsinu reykti Níels líka kjöt, svo gerði hann fyrir sig og Jón Magnússon sjómann á Gjögri 13. október 1914. Þessi síldarbeitumál Gjögrara skulu ekki rakin hér frekar. Þau leiða í ljós nokkra beituþætti. Þegar einhver sjómaður fékk síld, jafnvel þótt talan næði ekki hundraði, þá deildi hann þeirri síld með grönnum sínum. Slík síldadeiling kom einnig fram við önnur tilvik. Kæmi sjómaður með síld af Djúpuvík, var henni gjarnan skipt. Menn keyptu síld af gufuskipum og seldu þeim líka síld, 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.