Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 129

Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 129
Þann 19. febrúar fórum við í fiskiróður austan á Fláka, sem er norðaustur af Grímsey. Við lögðum línuna í blíðskaparveðri og létum reka á meðan við gáfum leguna. Þegar við vorum hálfnaðir að draga línuna sáum við, að það myndi verða breyting á veðri svo við hröðuðum okkur að draga og héldum til lands að því loknu. Fórurn við austan við Grímsey en þegar við komum upp í Grírns- eyjarsundið þá sjáum við vesturundir landi eins og þá sé suðvestan rok á leiðinni. Eg setti vélina á fulla ferð eins og hægt var og komumst við að bryggju, sem kölluð er Plan og gátum þar við illan leik kastað upp fiskinum, sem mun liafa verið um 1200 pund. Það skipti engum togurn að rokið skall á, en okkur tókst að bjarga bátnum upp í fjöruna við Planið og voru þar margar hendur til taks, því þegar mikið lá við voru Drangsnesingar fljótir til hjálpar. Þegar búið var að ganga frá bátnum fórum við fram á Planið og rétt náðum að grípa lóðabalana og bólfærin. Kom þá hvert ólagið af öðru og tók hvern einasta fisk í sjóinn. Þar sem vindur stóð á land vorum við að vona, að eitthvað ræki upp í fjöru af svona miklum fiski, en það sást aldrei framar einn einasti fiskur eftir þennan róður. Það skeði svo um miðjan apríl þennan sama vetur, að mig dreymir að til mín kemur maður og segir við mig. „Nú færðu borgaðan fiskinn sem þú misstir í sjóinn 19. febrúar." Þetta var að sjá í draumnum mjög góðlegur og blíður maður. Vaknaði ég við þetta og leit til veðurs og sá að það var norð-austan stinningskaldi. Við áttum beitta línu í Frystihúsinu, sem var fljóttekin ef veður lægði. Þegar leið á morguninn fór veður að lægja og fór ég þá til hásetanna, þeirra Jóhannesar og Bjarna og spyr þá, hvort við ættum ekki að fara með línuna út á Brotin, sem er fiskimið fram af Bjarnarnesi. Var það samþykkt og lagt af stað og keyrt út með landi. Það var lægjandi vindur og var því ákveðið að fara norður á Sveinbjarnargrunn, sem er djúpt fram af Eyjum. Þegar kom norður fyrir Rifboðana þá bað ég Jóhannes að útbúa fyrir mig seilubönd, sem hann og gerði, því fast trúði ég á drauminn sem mig dreymdi, að við myndum fiska vel í þessum róðri. Svo var línan lögð, sem voru 20 lóðir, legan gefin og síðan farið að draga línuna. Var þá svo mikill fiskur á línunni, að þegar við 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.