Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 10
8
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
dögum alþjóðahyggju. Hvað felst í því að vera ágætur íslendingur, er það
ekki bara þjóðremba að halda á lofti ágæti, og ágætismönnum, þjóðar sinnar?
Eg hygg þó að enginn hafi velkst í vafa um hvað þetta merkir. Sá maður er
ágætur íslendingur sem sýnir það í orði og verki að hann unni landi sínu,
meti menningu þjóðarinnar, tungu okkar og menningarerfðir og vitanlega
almennt mannhelgi og lýðræði. Allt þetta virðist hafa prýtt mann eins og
Pálma Hannesson þegar rit hans og ræður eru lesin. Enginn er að sönnu full-
kominn. En við skulum ekki vanmeta það að eiga enn sem fyrr fólk sem
kalla má ágæta íslendinga samkvæmt þessum mælikvörðum og vona að slíku
fólki fjölgi hlutfallslega fremur en hitt. Nú á dögum gildir það sérstaklega að
verja og rækta íslenska tungu. An þess verðum við uppflosnað fólk í eigin
landi. Það er ástæða til að hafa þetta á orði, því sumir eru farnir að halda þvi
fram í fullri alvöru að íslenskan sé okkur til trafala í hinu alþjóðlega sam-
hengi. Aðgerðaleysi stjórnvalda í því stóra verkefni að efla þjóðtunguna til
nota á öllum sviðum hins tæknivædda nútímaþjóðfélags er því mjög alvar-
legt mál. Það mun leiða til þess að slík skoðun á þjóðtungunni, að hún sé
hindrun, verður æ sterkari meðal landsmanna og þá er stríðið tapað. Fögur
orð á degi íslenskrar tungu og verðlaunaveitingar til þeirra sem vinna á þessu
sviði hrökkva skammt. Þar verður að fylgja með afl til að vinna mikið og
markvisst að því að íslenska verði raunverulega gjaldgeng á öllum sviðum í
samfélagi nútímans.
Ljóst er að orðið þjóðmenning á ekki upp á pallborðið eins og stend-
ur. Það sést á því að Safnahúsið við Hverfisgötu, sem gefið var nafnið
Þjóðmenningarhús eftir að söfnin voru flutt þaðan, hefur nú verið endurskírt
sínu gamla nafni. Ekki er ástæða til að gagnrýna það, en á bak við slíka
ákvörðun hlýtur að liggja sú skoðun, sem að framan var drepið á, að þjóð-
menning sé of óljóst hugtak og menningin sé í eðli sínu alþjóðleg. En þótt svo
sé vissulega er ástæðulaust að fráfælast það að taka sér orðið þjóðmenning í
munn, slíkt orð má vel hafa um það sem almenn samstaða er um að einkenni
okkar þjóð og hafi markað sögu hennar og sjálfsmynd. Hér er að vísu einkum
hugsað um menningararfinn, krúnudjásn hans eru þær bókmenntir sem hér
urðu til á þrettándu öld. Okkur er alveg óhætt að vera upplitsdjörf með þennan
arf að bakhjarli, þótt það veiti okkur enga heimild til hroka eða stærilætis, -
við verðum að sýna í verki að við kunnum að ávaxta þennan arf. Og það hygg
ég að sé ekki mont þótt sagt sé að okkur hafi lánast það býsna vel.
*
Á þessu ári hefur gefist tilefni til að staldra við vörður í sögu þjóðarinnar og
minnast afreksmanna hennar. Sjötíu ár eru liðin frá lýðveldisstofnun, fjögur
hundruð ár frá fæðingu Hallgríms Péturssonar og 150 ár frá fæðingu Einars
Benediktssonar. Um skáldin Hallgrím og Einar er það ánægjulegt að áhugi á