Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 145
andvari
ÚR POKAHORNl POES
143
But he grew old -
This knight so bold -
And o’er his heart a shadow
Fell as he found
No spot of ground
That looked like Eldorado.
And, as his strength
Failed him at length,
He met a pilgrim shadow -
„Shadow," said he,
„Where can it be -
This land of Eldorado?"
„Over the Mountains
Of the Moon,
Down the Valley of the Shadow,
Ride, boldly ride
The shade replied -
„If you seek for Eldorado!"
Lengi má ræða um gildi forms og bragar og hvernig túlka megi formbreyt-
ingar þýðenda, en einnig viðbrögð þeirra við orðum sem sett eru í lykilstöðu,
til dæmis með endurtekningum. Enginn þýðendanna þriggja hefur til dæmis
fylgt eftir áherslu Poes á „skugga“, sem er fyrst notaður um líðan riddarans,
því næst um pílagríminn sem hann mætir og loks um slóðina sem hann er
hvattur til að fara. Freistandi er að líta svo á að hér, eins og í fleiri verkum
Poes, sé ýjað að því að skuggaspilið, svipirnir, sveimurinn, eigi sér stað innra
með manni sjálfum. En í öllum þessum þýðingum eru bráðgóðar línur, eins
og hjá Erni: „Sjónhendingu suður af mána / sá ég fyrir tindum blána“, þar
sem frumtextinn og málauður þýðandans efna saman í nýja smíð sem bregður
nokkuð frá hinni upprunalegu.
Leit hann rökkursvip á sveimi,
sendiboða úr húmsins geimi.
Einhvers staðar úti í heimi
er óskalandið. Seg mér hvar!
Sjónhendingu suður af mána
sá ég fyrir tindum blána
- slétt er brautin, sláðu í Grána,
slepptu honum beint á himingljána -
óskalandið þitt er þar.
Einsemd og Inga Ló
Einn þessara þriggja þýðenda, Páll V.G. Kolka, læknir, er sá sem birt hefur
flestar þýðingar á ljóðum Poes á íslensku, alls níu þýdd ljóð, og birtust
þau í ljóðabók hans Hnitbjörgum sem kom út 1936. Hann þýddi m.a. ljóðið
„Alone“ sem freistandi er að túlka sem einskonar skáldsýn eða manífestó
Poes og hljóma fyrstu línurnar svo hjá Poe og í þýðingunni (sem heitir
,,Einn“):28