Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 178
176
HEIMIR PÁLSSON
ANDVARI
Báðar gerðir virðast hins vegar nokkuð sammála um að (með orðalagi
Uppsala-Eddu): „Þetta köllum vér sannkenningar að kalla mann spekimann,
ætlanarmann, orðspakan, ráðsnjallan (U-Edda 2013, 300; sbr. 1998, 102).
í báðum tilvikum er svo talað um að þetta séu líka fornöfn. í athugagrein við
4. erindi Háttatals er sannkenning skýrð svo að hún styðji orðið með réttu
(sönnu) efni (U-Edda 2013, 333; sbr. Edda 1999, 6).
Þetta mundi skáldefni væntanlega þykja heldur ruglingslegt, en það sem við
blasir eru mestmegnis tvíliðuð kennd heiti og síðar einyrt ókennd heiti. En
fyrst í stað er þó framsetning talsvert á reiki og líkast því að höfundur þreifi
sig áfram eða vinni úr sundurleitum heimildum. Þetta gerir nemendum áreið-
anlega ekki bara létt fyrir en smám saman verður nálgunin kerfisbundnari.
Fyrst er spurt hvernig kenna skuli þetta eða hitt og svarað með orðunum „svo
að kalla“ þetta eða hitt, en að lokinni þulu koma vísnadæmi.
Gott sýnishorn má fá í kenningum Þórs, þar sem listinn gefur:
*bani jötna, *bani tröllkvenna, *dólgur jötna, *dólgur tröllkvenna, *drottinn Rösku,
*drottinn Þjálfa, *eigandi Bilskirnis (stýrandi), *eigandi megingjarða (stýrandi),
*eigandi Mjölnis, *jötunn Vimrar vaðs, *sonur Oðins, *stjúpfaðir Ullar, *stýrandi
Mjölnis, *vegandi Geirraðar, *vegandi Hrungnis, *ver Sifjar, *verjandi Ásgarðs,
*verjandi Miðgarðs, faðir Magna, faðir Móða, faðir Þrúðar, fóstri Lóru [Lóra kemur
ekki fyrir í kveðskap skv. Lex. Poet.], fóstri Vingnis [skv. Lex. Poet. getur Vingnir
merkt Oðinn eða Þór eða jötunn!], sonur Jarðar, vegandi Þrívalda.
Hér hefur kenningum verið raðað í stafrófsröð en fyrst taldar (stjörnumerktar)
þær sem skýrast í kynningu goðsins á fyrra sviði Gylfaginningar eða sögum á
síðara sviði. Athyglisvert er þó að í þessu kenningatali er Þór hvorki kenndur
til hafranna né kerrunnar (reiðarinnar). Né heldur er minnst á viðureignir
hans við Miðgarðsorm eða Elli. Ekki koma heldur fram heiti hans Öku-Þór
og Asa-Þór.
Að loknu kenningatalinu fylgja fimmtán vísnadæmi til staðfestingar eða
viðbóta. Alls eru kenningarnar þessar í vísnadæmunum:
Viðris arfi (sonur Óðins), sonur Jarðar, faðir Magna, faðir Þrúðar, Sifjar rúni, hinn er
samði-t svik Bilskirni, Þór, þröngvir kunnleggs kveldrunninna kvinna (sá sem þrengir
að kunningja kvenna sem hlaupa um á kvöldin (þ.e. jötnameyja)), hafra mær (?), fellir
fjall-Gauts, Víðgenrir Vimrar vaðs.
Flestar mundu þessar kenningar skýranlegar eða þekktar úr listanum, en eitt-
hvað bætist samt við, auk fróðlegrar upptalningar Veturliða skálds og Þor-
bjarnar dísarskálds á jötnum og tröllkonum sem Þór drepur.
Hér verður ekki gerð frekari grein fyrir kenningatalinu né það sundurliðað,
en í staðinn hugað að sennilegum námsaðferðum skáldefna.