Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 172
170
HEIMIR PÁLSSON
ANDVARI
kenningaforðann og kveðskapinn almennt. Þannig sjást afskaplega fá merki
um för Þórs til Útgarða-Loka, varla nema ein kenning, fangvina Þórs sem
Kveldúlfur, afi Egils Skallagrímssonar, notaði um Elli kerlingu.
Viðureign Þórs við Miðgarðsorm hefur verið vinsælt efni og viðfangsefni
listamanna, um hinn vestur-germanska heim. Það sýna myndir á steinum í
Svíþjóð, Danmörku, Englandi, þar sem varla verður um villst: Það er verið að
myndskreyta sömu sögu og Snorri segir.13
Hugsanlegt er að par sem birtist á fjölmörgum gullþynnum sem grafnar hafa
verið úr jörðu í Skandinavíu, sýni ástarfund þeirra Freys og Gerðar, en sagan
um bónorðið, eins og hún kemur best fram í eddukvæðinu Skírnismálum, á
sér enduróm í misþroskuðum frásögnum í Eddu. Brotakenndust er sagan í
Uppsalabók, allmiklu skýrari í Konungsbókargerð og virðist þar meira byggt
á kvæðinu.14
Sú sagan sem skýrast boðar endalokin, sagan um dauða Baldurs og ör-
væntingarfullar tilraunir goðanna til að fá hann aftur frá Helju, fer enda næst
á undan frásögninni af ragnarökkri. Þrátt fyrir harmsögulegt efni og mikil
átök verður fátt til að leiðbeina um kveðskaparstörf. Fá skáld hafa gert sér
dauða Baldurs að yrkisefni og það segir sína sögu að nafn hans er meðal
þeirra vinsælustu þegar þarf á að halda stofni í mannkenningar, einkum þó
ef kenniorðið er gull (bauga Baldur, báru eims (gulls) Baldur o.s.frv.) eins og
fræðast má um af handbókum og orðabókum.
Frá Fimbulvetri og ragnarökkri
Undir fyrirsögn þessa efnis segir Uppsala-Edda frá atburðarás ragnarökkurs
í smáatriðum og frá eftirleiknum, hinni nýju jörð sem upp kemur. En skáld-
skaparnemendur ríða ekki feitum hesti frá textanum nema að því er tekur til
sagnakunnáttu. í textasafninu sem við höfum aðgang að er sjaldan rætt um
atburði endalokanna og þar er því lítið um fyrirmyndir.
Ragnarökkurssagan gegnir hlutverki söguloka í ferðasögu Gylfis. Guðirnir
segja frá því skelfilegasta af öllu, þegar Oðinn hverfur, sjálfur hinn þríeini
sögumaður Gylfaginningar. Þar fylgjast sjónarhorn sögumannsins og Völu-
spár að: Það rís ný veröld úr sæ, en þeir sem syndafallinu ollu í gamla heimin-
um verða ekki með.
Fyrir upprennandi skáld er þetta að sjálfsögðu stórbrotin fyrimynd og þess
sjást aðeins örfá dæmi í kveðskap dróttkvæðaskálda að heimsendisspárnar
hafi haft áhrif, og einkanlega virðast þær hafa runnið saman við kristnar
heimsendisspár í trúarkveðskap miðalda.
Ginningunni er lokið, en um leið hefst nýr blekkingaleikur, önnur ginning,
því hinir jarðnesku kóngar sem íað var að í formála, taka sér nú nöfn ginning-