Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 80
78
SVAVAR GESTSSON
ANDVARI
á kvöldin; var oft snúið að deila sér á milli þeirra hjóna en aldrei
óþægilegt. í þessum samtölum sagði hann meðal annars frá því að hann
vildi að Ragnar Arnalds fyrrverandi þingmaður, 29 ára, yrði formaður
Alþýðubandalagsins þegar því yrði breytt í flokk. Það var taktískara en
að gera Lúðvík sjálfan að formanni; það var ekki vegna þess að hann
væri hikandi við það á neinn hátt að taka að sér verkið.
Arin mín á Þjóðviljanum höfðum við talsvert saman að sælda við
Lúðvík, þó var það Magnús Kjartansson sem réð þar ferðinni að flestu
leyti meðan hans naut við. Þegar ég fór að sinna pólitískum skrifum í
blaðið frá 1966 varð ég stundum var við Lúðvík. Hann kom örsjaldan
og var þá stundum með minnispunkta. Svona á að taka Framsókn og
rétti mér minnisatriði. Það kom sér oft vel. Svona á að taka kratana.
Ekki nota alla punktana í einu; einn í einu! Einu sinni barst mér umslag
á Brekkustíg 3a, stórt brúnt umslag. Inni í því var eitthvað torkennilegt;
ég þekkti utanáskriftina. Rithönd Lúðvíks. Inni í umslaginu var kasetta.
A kasettunni reyndist vera rödd Lúðvíks Jósepssonar. Viðtal við
Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra um efnahagsástandið, sagði þar.
Og hafðu svo tvípunkt: Er batnandi. Og svo kom langt viðtal sem birtist
í blaðinu í heild. Mér fannst þetta allt saman skemmtilegt; leit alltaf á
mig sem pólitískan liðsmann fremur en blaðamann. Stundum sinnti ég
ekki kröfum hans. Það gerðist vorið 1978 þegar ég fékk skilaboð um að
gera minna úr herstöðvamálinu í blaðinu fyrir kosningarnar. Ég hafði
þau ráð að engu.
Arið 1978 gerði Lúðvík tillögu um mig sem ráðherra, einn af þremur
ráðherrum Alþýðubandalagsins. Það kom mér gjörsamlega á óvart,
sjálfum hafði mér ekki dottið það í hug og ég sóttist ekki eftir því. Hann
hafði tilkynnt skrifstofu forseta íslands að ég yrði menntamálaráðherra,
án þess spyrja mig. Þegar við hittumst sagði ég honum að ég treysti mér
ekki til þess, 34 ára, hafði aldrei svo mikið sem komið inn í stjórnar-
ráðið. Ég skal verða viðskiptaráðherra, sagði ég. Það væri hneyksli,
sagði Lúðvík að láta nokkurn mann hafa viðskiptaráðuneytið eitt. Þá
skal ég taka samgönguráðuneytið líka. Það væri hneyksli, sagði Lúðvík
að láta Reykvíking hafa samgönguráðuneytið; Reykjavík þarf ekki
samgöngur. Svo kvaddi ég og ætlaði að fara upp á Þjóövilja að halda
áfram að vera ritstjóri. Sem ég stend þar efst í tröppunum í Þórshamri
hnippir í bakið á mér maður og það er Lúðvík; hann féllst á að ég yrði
viðskiptaráðherra. Það var skrifað nýtt forsetabréf. Svona atburðarás
skildi ekkert eftir í samskiptum okkar; þau voru alltaf góð og það var