Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 30
28
SVAVAR GESTSSON
ANDVARI
rýnd harðlega. Lúðvík og Jóhannes höfðu vissulega ekki skrifað allar
greinarnar en það kraumaði undir og fram voru komnir á Norðfirði
menn sem voru hluti af uppreisn kommúnista innan Alþýðuflokksins;
einn þeirra var Bjarni Þórðarson, seinna bæjarstjóri og nánasti sam-
starfsmaður Lúðvíks og Jóhannesar á Norðfirði. Þegar þeir Jóhannes og
Lúðvík voru komnir heim eftir veikindin varð tríóið til: Lúðvík, Bjarni
og Jóhannes. Þeir settu sér það markmið að ná meirihluta í verkalýðs-
félaginu. Og það tókst. Þeir settu sér seinna það markmið að ná meiri-
hluta í bæjarfélaginu. Það tókst.
Það höfðu orðið kaflaskipti í starfsemi Verklýðsfélagsins 1925 þegar
Jónas Guðmundsson varð formaður í félaginu. Hann var kennari og
því ekki eins háður atvinnurekendum og aðrir launamenn. Og með
tilkomu hans í forystu verkalýðsfélagsins hófst pólitísk umræða innan
félagsins.40
Þegar verklýðsfélagið bauð Jónas fram í bæjarstjórn 1925 vannst
stórsigur; hann fékk flest atkvæði allra frambjóðenda, 229 atkvæði, en
næsti maður, alþingismaðurinn Ingvar Pálmason, Nesi í Norðfirði, 163
atkvæði. Arið eftir hófst útgáfa Jafnaðarmannsins. Jónas var ritstjóri.
Jónas Guðmundsson var ótvíræður leiðtogi á öllum sviðum. Hann var
allt í öllu, kannski of mörgu.
Neskaupstaður fékk kaupstaðarréttindi í ársbyrjun 1929 og ári síðar,
1930, kusu Norðfirðingar sér bæjarstjórn. Nú var það Alþýðuflokks-
félagið sem bauð fram en ekki Verklýðsfélagið. Alþýðuflokkurinn
fékk fjóra menn í bæjarstjórn. Flokksstarf allt efldist að mun, stofnað
var Jafnaðarmannafélag og Félag ungra jafnaðarmanna á Norðfirði.
Fyrsti formaður þess var 17 ára, Bjarni Þórðarson, Sólhóli. Félagið gaf
út blaðið Hugin og ritstjóri þess var Olafur Magnússon, seinna einn af
leiðtogunum í Neskaupstað og enn seinna faðir Tryggva Ólafssonar list-
málara sem setur svip sinn á Neskaupstað í dag meira en flestir aðrir
menn.
En af hverju hélt sigurför Alþýðuflokksins ekki áfram í Neskaupstað
eins og til dæmis á ísafirði eða í Hafnarfirði? Hvað gerðist í
Neskaupstað? Ég hef hvergi séð alvarlega tilraun til þess að svara þeirri
spurningu, en viðfangsefni þessara skrifa, Lúðvík Jósepsson, velti því
fyrir sér alla ævi af hverju hann lenti vinstra megin við víglínuna sem
skildi að kommúnista/sósíalista og sósíaldemókrata í tveimur flokkum
á Islandi. I textum frá honum sem ég hef undir höndum þegar þetta er
skrifað fer hann oft yfir þetta og segir til dæmis: „En það er mín skoðun