Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 188

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 188
186 HEIMIR PÁLSSON ANDVARI í fyrsta lagi má vitanlega hugsa sér að hafi vantað aftan á forritið. Það er líklega algengasta skýringin á hálfnuðum verkum í íslenskum handritum og raunar er það einstætt meðal handrita Snorra-Eddu að hvorki vantar upphaf né endi á DG 11. Þetta er sem sagt mjög hugsanleg skýring. Hins vegar veikist hún til muna ef handritið, eins og allar líkur benda til, er skrifað í nágrenni Reykholts og að undirlagi einhverra Sturlunga. Þeim hefði væntanlega ekki orðið skotaskuld úr að útvega niðurlag kvæðisins. Að því athuguðu er skýr- ingin þess vegna ekki fjarska freistandi. I öðru lagi mætti vel hugsa sér að ritstjóri verksins liti svo á að nóg væri að gert. Flest dæmi dróttkvæðs háttar (ekki öll) voru komin og kannski ekki ástæða til að leggja meira á lesandann (nemandann).40 Þetta er vissulega hugs- anlegt en afskaplega erfitt að koma auga á nein ytri rök til stuðnings tilgát- unni. Þriðji kosturinn er að mínu mati sennilegastur. Þegar horft er á heildina, 102ja erinda Háttatal, er hlutur Hákonar og Skúla býsna misjafn. Einar átta vísur má kalla að fjalli um báða höfðingjana, en sé horft á afganginn má heita að Skúli eigi tvo þriðju, Hákon einn þriðja.41 Þegar Sturla Þórðarson valdi dæmi úr Háttatali í Hákonar sögu Hákonarsonar urðu fyrir valinu þrjú erindi um Skúla. Skáld Hákonar í sögunni voru hins vegar bræðurnir Sturla og Ólafur Þórðarsynir. Það er fráleitt að hugsa sér að allir Sturlungar hafi verið ánægðir með þá mynd sem svona var dregin upp, og það því fremur sem Hákon fékk (í uppdiktuðu samtali42) að þvo hendur sínar af vígi Snorra: „ok eigi mundi faðir hans [Órækiu] dáit hafa ef hann hefði komit á minn fund.“ (íf. 32, 119). Sé nú aðeins horft á 56 fyrstu erindi Háttatals, fjalla 30 hin fyrstu (Fyrsta kvæði) um Hákon en um Skúla aðeins 26, og hætt er að rekja kvæðið áður en komið er að þeim erindum sem Sturla vitnaði til (það eru nr. 63-66 í Háttatali). Þar við bætist að ekki er sýnt eitt einasta dæmi um þá bragar- hætti sem Sturla var snjallastur að kveða, hrynhendu, Haðarlag og kviðuhátt. Hrynhenda kemur fyrst fram í 64. erindi (og þá með vísu Snorra sem tekin er upp í Hákonar sögu), Haðarlag í 79. vísu. Kviðuháttur er ekki meðhöndlaður sérstaklega í Háttatali. Þá er auðvelt að orða tilgátuna: Ritstjóri af Sturlungaætt vill gera hlut Snorra eins góðan og hægt er og svara um leið söguritun Sturlu í Hákonar sögu. Hann lætur ættartölu Sturlunga að sönnu enda á næstu kynslóð eftir Snorra, börnum Helgu, en nefnir ekki Sturlu. Hann lýkur lögsögumannatali meðan Snorri er á hátindi ferils síns og hann sníður af Háttatali þannig að hlutur Hákonar verði sem stærstur en bragarhættir Sturlu sniðgengnir. Að sjálfsögðu verður þessi tilgáta aldrei sönnuð, en hún skýrir mörg þau frávik sem gera Uppsala-Eddu að þeirri sjálfstæðu útgáfu verksins sem raun er á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.