Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 119
andvari
LEIKSKÁLDIÐ STEPHAN G.
117
staf að hætti Engilsaxa og má því telja meira en líklegt að hann hafi orðið
til vestra, hvort sem fyrri þættirnir heyra til sama leikriti eða ekki og hve-
nær sem þeir urðu til. Erfitt er að tímasetja leikinn, en vera má að einhvern
tíma finnist í bréfum eða frásögnum eitthvað sem varpar skýru ljósi á það.
Eina marktæka vísbendingin er bréf sem vafist hefur utan um handritið að
Kellingu. Það fjallar um veðbréf sem Stephan er spurður um hvort hann vilji
endurnýja; bréfið er stílað 15. október 1887. Þá er hann enn í Fjallabyggð en
farinn að hugsa til hreyfings. Stíllega og hvað form snertir eru fyrri þættirnir
og þessi fimmti þáttur sem ber yfirskriftina Kerlingin með sálina hans Jóns
síns harla ólíkir og leiðir í grun að sá þáttur verði til miklu seinna en hinir,
eigi þeir yfirleitt saman. Þó að kveðandin sé ójöfn og orðalagið stundum
óskýrt, sem bendi til að þetta sé ort snemma á ævi skáldsins, þá eru og sprettir
sem sverja sig í ætt við það stórskáld sem Stephan G. varð. Orðhagur er höf-
undur þessa verks, hann talar um námyrkra næturvörð, vingulmörk freist-
inganna, slagbranda myrkranna, Friðarból, himinfallna geisla, hann talar um
hálfbirtingu jarðardals og uppheima alheiðið tært og fleira í þeim dúr.
Stephan G. lætur ekki þjóðsöguna ráða gangi leiksins eins og Davíð gerir.
Segja má að byggingu sé ábótavant, því að það er eins og skáldinu opnist
ný vitund á ferð kerlingar. Fyrst hittir hún fyrir sinn gamla sálnahirði sem
áður hafði svo mörg orð um það hvernig rata bæri hinn rétta veg. Kerling er
svolítið barnsleg og hefur treyst leiðsögn hans. Hér dugir hún ekki lengur,
því að klerkur er kórvilltur og gengur í hring í kringum „það sem ekki er“.
Mynd kerlingar er þar dregin fáum dráttum hrekkleysis og trúartrausts og
mikil er því hennar hissa; segja má að hún sé óþarflega lengi að skynja
hvers kyns er. í næsta atriði reynir meira á hana og enn er hún opin fyrir
góðra manna vegvísun. Þar tekur sem sagt á móti henni Lucifer (Ljósberi?)
og allur þátturinn er í raun barátta milli ljóss og myrkurs. Kerling er ekki
vön að standa í slíkum stórræðum sem hún hefur komið sér í og því vefst
fyrir henni hvernig áfram skuli halda. Loks tekur hún af skarið og hafnar
myrkrinu sem Lucifer hafði vegsamað með tælandi orðum og nýtur við það
stuðnings spaklegra radda sem hljóma úr neðra. Þá kemur hún auga á nýja
ljóskeilu og stendur þar ekki Lykla-Pétur blessaður, sem einn fær að vera
með í þessari gerð, en ekki María mey og postularnir. Nú vandast málið enn
meir, þó að kerling fái nánast ofbirtu í augun yfir allri dýrðinni, sem „ljómar
svo ég ljóshrædd er“. Þessi Pétur er annars konar en hjá Davíð, ekki neitt
sérlega hlýr né skilningsríkur. Hann ávítar kerlingu fyrir að fara út fyrir sitt
verksvið með þessari himnagöngu sinni, en hún mætir þeirri umvöndun með
því að minna hann á að áður hafi honum semsé tekist betur upp í mælsku
í Miklagarði og Rómaborg (sem hún virðist reyndar rugla saman!) Kerling
er um þessar mundir farin að tala skáldlega. Pétur dregur nú í efa að hún
sé á réttu róli, og kerling viðurkennir að hér eigi hún ekki heima. Eigi hún