Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 49
andvari
LÚÐVÍK JÓSEPSSON
47
maður: „í þeim umræðum kom skýrt fram að þeir sem vildu hraða
málinu óttuðust mjög að málið drægist fram yfir stríðslok. Þeir töldu að
þá væri hætta á að staða íslands yrði einhliða ákveðin af sigurvegurum
stríðsins í stríðslokasamningum þar sem áhrifavald Islendinga gæti
orðið harla lítið.“89 Þetta sjónarmið sem Lúðvík nefnir þarna hef ég
ekki séð áður og er sannarlega umhugsunarvert. Hann segir ennfremur:
„Það hafði nokkur áhrif á framgang málsins fyrri hluta árs 1943 að
háttsettir fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna töldu ekki ráðlegt að
lýðveldisstofnunin færi fram fyrr en eftir árslok 1943, en eftir þann
tíma væri réttur íslendinga óumdeilanlegur.,.“90 Ennfremur: „Vegna
mikilla áhrifa þessara voldugu ríkja og til þess einnig að reyna að ná
sem mestri samstöðu um málið, var ákveðið að lýðveldisstofnunin færi
fram 17. júní 1944“ Svo fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla: „Tillagan
um sambandsslitin var samþykkt með 97,5% atkvæða og tillagan um
lýðveldisstofnun með 95,04% atkvæða. Þátttakan í mínu heimakjör-
dæmi Suður-Múlasýslu með Neskaupstað var hvorki meira né minna
en 99,51%.“ „Framhaldið var síðan formleg samþykkt Alþingis þann
16. júní 1944 um staðfestingu á þjóðarviljanum og ákvörðun um það,
að forseti Alþingis skyldi lýsa yfir gildistöku lýðveldisstofnunarinnar á
fundi Alþingis á Lögbergi þann 17. júní 1944. Fundur Alþingis þann
16. júní þar sem endanlega var gengið frá ákvörðuninni um lýðveldis-
stofnunina er mér mjög minnisstæður, m.a. fyrir það að einmitt þann
dag var ég nákvæmlega 30 ára gamall.“91 Margur man eftir afmælis-
deginum sínum af minna tilefni. Lúðvík var stundum að rifja upp
þennan sögulega dag með Steinari syni sínum og Elínu sonardóttur. Þá
var „gerður minnispeningur og þótti skandall að á honum stóð „made
in USA“, hann var innkallaður en kommarnir neituðu að skila djásninu,
afi átti alltaf sinn og nú á pabbi hann,“ sagði Elín Steinarsdóttir mér.92
Þingskörungur
Lúðvík Jósepsson varð þingskörungur. Sat á Alþingi í 37 ár. Hann
flutti mál sitt vel og skipulega, kennaralega, fannst mér sem vann við
að skrifa frásagnir af ræðum þingmanna Alþýðubandalagsins í nokkur
ár eftir 1964. Það var flóknara að segja frá ræðum Einars Olgeirssonar
sem geystist um himinhvolfin en það var oft meira gaman að hlusta á
Einar, fannst mér.