Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 147
andvari
ÚR POKAHORNI POES
145
árið 1941 um ljóðabók eftir Tómas Guðmundsson, víkur Sveinn Sigurðsson
að „skólapiltalýrik“ og segist muna að „eitt sinn lágu frammi í 5. bekk 6
þýðingar á „Annabel Lee“, og hefði Poe mátt vera stoltur af áhuganum að
minnsta kosti, ef litið hefði upp úr gröf sinni á þá framleiðslu alla. Var þá
mikil skáldaöld í skóla, eins og reyndar oftar “30 (Hér er væntanlega vísað til
5. bekkjar í Lærða skóla, sem nefndist síðar Menntaskólinn í Reykjavík).
Þetta ljóð Poes hefur verið mörgum hugstætt og hafa að minnsta kosti
sex þýðendur fylgt fordæmi Ágústs og birt íslenskar útleggingar sínar, þ.e.
Bjarni Þorsteinsson, Sigurjón Friðjónsson, Páll Kolka, Lárus Sólberg Guð-
jónsson, Guðmundur Arnfinnsson og Þorsteinn frá Hamri.31
í bókinni Ný Ijóð (1985) birti Þorsteinn frá Hamri þýðingar sínar á fjórum
kvæðum eftir Edgar Allan Poe: „Hrafninum“, sem fyrr var ræddur, „Vatninu“
(„The Lake. To -“), „Til („To -“), auk „Annabel Lee“. Kvæðið „To -“ sýnir
enn eina hliðina á ljóðskáldinu; hér er tjáningin knöpp en þétt, nálgast stíl
orðskviða án þess að dregið sé úr ljóðrænunni. Erfitt er að leika eftir vísanir
Poes til jarðarinnar („earthly lot“ og ,,Earth“), en „leifarnar" af „heimsins
kjörum“ eru góður kostur. Þorsteinn stuðlar, eins og flestir gera þegar þýdd
eru bragbundin ljóð, en slakar á rími, og lánast að endurskapa í senn mýkt og
samþjöppun uppgjörsins sem býr í þessu stutta kvæði:32
I heed not that my earthly lot Ég harma ei þótt heimsins kjör
mér hafi smáu leift
né ástarsælu árin mörg;
þeim eyddi stundarheift.
Þó auðnin sjálf sé sælli en ég
þá sorg ég eina ber
að þig slá angri örlög mín
sem einn um veginn fer.
Hath — little of Earth in it —
That years of love have been forgot
In the hatred of a minute: —
I mourn not that the desolate
Are happier, sweet, than I,
But that you sorrow for my fate
Who am a passer by.
„Annabel Lee“ heitir í gerð Þorsteins „Inga Ló“. Hann heldur sig í „konungs-
ríki við sjó“ en ljær stúlkunni hins vegar íslenskt nafn (að hluta gælunafn).
Fyrsta erindið hljóðar svo:33
Kunnugt mun þér, en kunnugra mér
um konungsríki við sjó
og stúlku nokkra sem nú er þekkt
með nafninu Inga Ló;
að elska mig - elskuð af mér
var æsku hennar nóg.
„Við vorum kornung - krakkar bæði / í konungsríki við sjó“ segir ljóðmæl-
andinn síðan um sjálfan sig og Ingu Ló. Það er freistandi að spyrja hvort
máli skipti að Ló rímar við Poe, en enn meira freistandi að velta fyrir sér