Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 177
ANDVARI
AÐ LÆRA TIL SKÁLDS - TILRAUN UM NÁM
175
er gerbreytt frá því sem ætla má að verið hafi í forriti DG 11. Sú breyting
sýnist vera gerð að yfirveguðu ráði og einmitt til þess að kennslubókareðli
textans verði skýrara og gagnlegra. Hér verður senn farið lauslega yfir inntak
Skáldskaparmála, en fyrst er þó nauðsynlegt að velta dálítið fyrir sér þeim
hugtakafræðum og -forða sem skáldaspírurnar mæta hér.
Hugtök og frœði
Þegar rætt er á nútímamáli um orðaforða í miðaldakveðskap er okkur tamt að
segja að skáldlegar nafnyrðingar þar séu einkanlega af tvennum toga: kenn-
ingar og heiti. Hafa verið skrifaðar lærðar ritgerðir til að varpa ljósi á hvort
tveggja og flokka.24 Eru kenningar þá skilgreindar sem tvíliðaðar og settar
saman (hið minnsta) úr stofnorði og eignarfallseinkunn {þollur (tré) skjaldar
= ,vígamaður‘).
Sannleikurinn virðist sá að Snorri Sturluson og samstarfsfólk hans hafi
ekki lagt sérstaka rækt við hugtakasmíð og skáldefnin ungu þurfa ekki að
leggja sérstaka áherslu á að tileinka sér greinarmun kenningar og heitis, hvað
þá tegunda þeirra. Anthony Faulkes, sem gert hefur mjög skynsamlega úttekt
á hugtökum Skáldskaparmála, hefur m.a. komist að þessari niðurstöðu:
Það er ljóst af dæmunum sem Snorri notar að ekki er einasta að flestar kenningar
um fólk eru við(r)kenningar, heldur einnig að flestar kenningar um einstaklinga eru
forngfn: orðasamband þar sem nafn viðkomandi manns er ekki notað. Við(r)kenningar
og fornpfn eru undirdeildir kenninga, skarast og eru venjulega kend heiti. Allar
kenningar og ókend heiti eru undirdeildir aðalflokksins sem nefndur er heiti eða ngfn.
Einu fyllilega sjálfstæðu deildirnar eru kend heiti og ókend heiti25
Þótt orðalag sé ofurlítið breytilegt frá gerð til gerðar virðist þetta standast
fyllilega og þá er kennt heiti næst því að vera það sem nútímafræðin kalla
kenningar. Viðkenningar og fornöfn eru skýrð þannig í Uppsala-Eddu:
Enn eru þær kenningar er menn láta ganga fyrir nöfn manna. Það köllum vér fornöfn
manna. Það eru viðkenningar að nefna annan hlut réttu nafni og kalla þann er hann
nefnir til þess er hann er eigandi, eða svo að kalla hann réttu nafni þess er hann nefndi,
föður hans eða afa. (U-Edda 2013, 299).
Það sem hér er kallað fornöfn er eins og áður segir tilraun til að þýða latneska
orðið pronominatio (ekki pronomen) sem merkir eiginlega staðgengill nafns
(eða nafnorðs). Líklega mætti til dæmis kalla það fornafn ef Jón væri eingöngu
nefndur bóndi, en viðkenning ef hann væri kallaður sonur Hraunsbónda (hafi
nú faðir hans búið á Hrauni, og væri faðirinn fyrst kenndur við þann stað).