Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 36

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 36
34 SVAVAR GESTSSON ANDVARI það.59 Þetta var pólitísk U-beygja en skaðaði sósíalista í Neskaupstað ekki svo sjáanlegt væri. Þeir höfðu tögl og hagldir og sýndu að þeir voru ekki einasta baráttuharðir heldur voru þeir líka klókir samningamenn. Kommúnistar vinna með íhaldinu, sagði Alþýðublaðið í Reykjavík. Það var rétt. Karl Karlsson varð bæjarstjóri, kaupmaður, sem seinna tók við rekstri PAN, Pöntunarfélags alþýðu, Neskaupstað. Jafnframt var ákveðið að Jóhannes Stefánsson formaður verkalýðsfélagsins færi til starfa á bæjarskrifstofunum. Jóhannes átti að sjá um bókhaldið - en hann var líka hið pólitíska auga sósíalista á bæjarskrifstofunum.60 Veldi þeirra þremenninga var að eflast. Fleira kom til en bein flokks- pólitík. Stefán Þorleifsson, fæddur 1916, sagði mér svona frá þegar ég hitti hann í maí 2014 í Neskaupstað: - Við Lúðvík kynntumst ekki fyrr en ég fór að kenna hér í Neskaup- stað. Við vorum báðir mjög íþróttasinnaðir. Við rótuðumst í því að hér var komið upp sundlaug. Jóhannes Stefánsson var drengilegur og indæll maður. Ég var í miklu meira sambandi við Bjarna Þórðarson. Það lá einhvern veginn allt opið fyrir honum. Ég hef aldrei kynnst manni með annað eins minni. Ég var með honum í að stofna Félag ungra jafnaðar- manna. Ég gekk ekki í Kommúnistaflokkinn. Vildi átta mig betur á þessu. Kaus Jónas 1937, ekki Lúðvík. Það var aldrei neinn vafi á því að Lúðvík yrði leiðtoginn út á við. Hann var geislandi persónuleiki. Stundum þegar við vorum í hvínandi vandræðum með allt í bænum þá kom Lúðvík og það birti. Hann átti alltaf hugmyndirnar. Verkefnin hrúguðust á hann og hann gerði engan mun á því hvar menn voru í pólitík. Við höfðum báðir áhuga á íþróttum og töluðum oft um íþróttir. Svo veiddum við saman. Frásögn Stefáns lýsir Lúðvík vel; hann átti aðra hlið en þá pólitísku. Lúðvík var vissulega harðpólitískur, en líka „íþróttasinnaður“ eins og Stefán kemst að orði og svo var hann bindindismaður. Þeir þremenn- ingar voru allt í öllu. í litlu byggðarlagi þekkja líka allir alla. Persónuleg vandamál leyna sér ekki heldur. Seinni ár Jónasar Guðmundssonar á Norðfirði var hann orðinn nokkuð vínhneigður og sótti í svipað horf hjá Ólafi Magnússyni sem var með áhrifamestu mönnum Alþýðuflokksins. Forystumenn sósíalista voru aftur á móti næstum allir bindindismenn og sumir mjög virkir í bindindis-, æskulýðs- og uppeldisstarfi, bæði á vegum stúkunnar og íþróttafélagsins. Helgi Guðmundsson segir í tölvu- pósti til mín „að ekki má gera minna úr persónulegum vandamálum krataforingjanna en efni standa til. Jónas varð feikilega drykkfelldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.