Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 196
194
HEIMIR PÁLSSON
ANDVARI
í viðauka (sbr. Grape 1962, 110-111). Það er fróðlegt dæmi um hvernig hefðin getur tekið
fram fyrir hendurnar á vísindunum.
34 Um nafngiftirnar hef ég fjallað í inngangi að útgáfum mínum (2012, lxxxiv-lxxxvi og 2013,
103-106) og sýnt að vísnaskráin byggir ljóslega á öðrum heimildum en nýttar hafa verið
við texta Háttatals í handritinu. Lasse Mártensson (2010) hefur sýnt rækilega fram á að ekki
er farið eftir sama forriti í Vísnaskrá og Háttatali. Hann taldi hins vegar næga skýringu á
skránni að menn hafi viljað halda til haga háttaheitum.
35 Sjá Lasse Mártensson 2010.
36 Sjá umræðu um þetta mál í inngangi mínum 2013, 101-106.
37 Þessi tímasetning er gjarna eignuð Konráði Gíslasyni og hafa fáir gert sér nokkra skemmtun
að því að hrekja hana. Það er að vísu ljóst mál að efni til kvæðisins hefur Snorri hlotið að
safna í Noregsferðinni og að því leyti hefur hann byrjað kvæði þar. Hinu er líka ástæðulaust
að gleyma að hvergi er getið um það hvenær kvæðinu hafi verið lokið og reyndar ástæðu-
laust að gefa sér að það hafi verið ort í lotunni. Með fyllstu gætni er hægt að reikna með að
verkinu hafi verið lokið fyrir síðari Noregsferð Snorra (1237). Yngstu atburðir sem nefndir
eru í kvæðinu munu flestir hafa átt sér stað fyrr eða samtímis fyrri dvöl Snorra í Noregi.
Undantekning eru átök að Apaldurssetri í Noregi 1221-1222, sem fjallað er um í 63.-66.
erindi (sem ekki verða lesin í DG 11) en af þeim getur Snorri að sjálfsögðu hafa frétt í
síðasta lagi 1223 (sjá Faulkes 1999, xii).
38 Hér skal látið nægja að vísa til greinargerðar Faulkes við útgáfuna á Háttatali 1999 og
síðar. Skáldskapargildi Háttatals hefur ekki laðað útgefendur að sér og grundvallarútgáfa
kvæðisins er enn útgáfa Möbiuss frá 1879-1881.
39 Án þess nokkur heimild greini frá því, þykir svo sennilegt að jaðri við vissu að Snorri hafi
sent þeim Hákoni og Skúla kvæðið til Noregs. Er þá að vonum ekkert um það vitað hvort
hann sendi tvö eintök, sitt handa hvorum höfðingja, eða ætlaði þeim að hlusta saman á
kvæðið.
40 Á þennan möguleika benti Guðrún Nordal í bók sinni Tools of Literacy og þótti sérlega
fýsilegt af því að síðasta dæmið er um Egils hátt, og væri vel til fundið að ljúka kvæðinu
með hætti höfuðskálds ættarinnar. Gallinn er hins vegar sá að það kemur ekki fram í DG
11 að þetta sé Egils háttur. Nafngiftin birtist í Gks 2367, Konungsbók. Virðist það veikja
rök Guðrúnar til muna. (Sjá Guðrúnu Nordal 2001, 124.)
41 Sjá um þetta t.d. Faulkes 1999, ix.
42 Þar ræddust þeir við einir Hákon og Orækja Snorrason. Báðir voru dánir þegar Sturla hóf
efnisöflun til Hákonar sögu.
43 Fyrir gamlan kennara er þetta undursamlegt. Hve oft hefur hann ekki reynt að benda
villuráfandi nemendum á að leita fyrst að höfuðstafnum. „Hann situr alltaf í fyrsta áherslu-
atkvæði í jöfnu línunni." Nákvæmlega það sama fannst höfundi athugagreinarinnar að yrði
að benda ungum nemanda á!
44 Sennilega hefur lesandi ekki verið í stórum vandræðum heldur áttað sig á að í hverri vísu
hlýtur að merkja „í hverju vísuorði."