Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 143
ANDVARI
ÚR POKAHORNI POES
141
allir limir sljóir, slappir,
slyttislega héngu lappir.
Eins og strik á auðan pappír
óljós þanki í hug mér datt -
þanki sem ég vildi’ ei vita‘ um
var á sveimi’ og óx nú hratt:
„Þetta er ófært, það er satt.“
Hrafninn hefur einnig komið við sögu í grínaktugum myndskeiðum hjá þeim
Karli og félögum í þáttum þeirra fyrir sjónvarp, Spaugstofunni.
Ein þekktasta stælingin á ensku er ljóðið „The Fire Legend - A Nightmare“
eftir Charles nokkurn Gardette sem orti það raunar undir nafni Poes en síðar
kallaði hann þetta tilraun til að yrkja ljóð í anda „Hrafnsins“ (og munurinn
á eftirlíkingu og skopstælingu er fremur óljós í þessu tilviki). Gardette birti
ljóðið 1859 og sagði það áður óbirt ljóð eftir Poe og það birtist aftur 1863.20
Ymsum þótti þetta trúverðugt og töldu fram komna athyglisverða viðbót við
höfundarverk hins merka skálds. Þótt þetta væri opinberlega leiðrétt áður en
langt um leið, tók ljóðið greinilega að flakka um undir nafni Poes og var þýtt
á íslensku sem slíkt í vesturíslenska tímaritinu Heimi árið 1909. Þýðingin,
eftir E. J. Árnason, nefnist „Eldsýnin (Martröð)“.21 Og enn flækjast málin,
því í næsta hefti Heimis birtist ljóð eftir Stephan G. Stephansson sem nefnist
„Bæjargöngin. Snúið kvæði eftir Edgar Allan Poe.“ Rétt eins og um þýðingu
væri að ræða. Líklega hefur Stephani þótt Poe fara í öfgar í „Eldsýninni“,
enda gerir Gardette það í ljóði sínu. Allt bendir því til að Stephan G. yrki
skopstælingu á stælingu ofan og í „Bæjargöngunum“ er draugagangur í meint-
um anda Poes sviðsettur í hefðbundnum íslenskum bæjargöngum: „Eg var
einn á gangi um göngin, / göngin bæjar dimm og löng“ - og síðar segir „Eg
hef’ aldrei - Aldrei! Aldrei! / orðið fyrir slíkum draug!“22
Vitaskuld var heimssýn Stephans víðsfjarri Poe og sennilega notar hann
jafnframt þetta tækifæri til að gera atlögu að hinu bandaríska skáldi sem
var vinsælt meðal Vestur-íslendinga ekki síður en á Islandi. Þetta „Aldrei!
Aldrei!“ er líklega vísun í „Aldrei meir“ í þýðingu Einar Benediktssonar á
„Hrafninum“.
Vestan hafs og austan
En á íslandi héldu menn áfram að þýða ljóð Poes og hafa gert allar götur
síðan. í desember árið 1906 birtist til dæmis eitt af þekktari ljóðum Poes,
„The Bells“, í þýðingu Ágústs H. Bjarnasonar heimspekings, og áttatíu árum
síðar var það þýtt að nýju af ungu skáldi, Sigurði Ingólfssyni.23 Viðbrögðin
við þýðingu Ágústs eru til vitnis um þann íslenska bókmenntaheim sem