Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 104

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 104
102 HJALTI HUGASON ANDVARI spurning hvar móðurinni eða ímynd hennar sleppi og hvar Guð hafi tekið við. Lengst af ævisögunnar virðist guðsmyndin þannig hafa verið kvenlæg og svo virðist sem þrá Nonna eftir Sigríði móður sinni hafi tekið á sig trúarlegan blæ. Spyrja má hvort líkja megi „móðurmissi“ hans við Paradísarmissi og brott- för hans frá Islandi við útrekstur úr aldingarðinum. Þar blasir þá við nokkuð önnur mynd en dregin er upp í bókinni Hvernig Nonni varð hamingjusamur. Önnur skýring er þó allt eins trúleg. Það er að þessi trúarlega göfgun móður- sambandsins hafi ekki átt sér stað við aðskilnaðinn frá móðurinni heldur við dauða hennar 40 árum síðar og þá í sorgarvinnunni sem lagði grunninn að Nonna-bókunum.52 Slík aðgreining er þó líklega of tæknileg. Fyrra og síðara skref móðurmissisins hafa verið nátengd. Heilbrigður tregi Jóns Sveinssonar fullþroska manns við fullkomlega eðlilegan og tímabæran dauða aldraðrar móður hefur umhverfst í djúpa sorg er hann stóð endanlega frammi fyrir af- leiðingunum af aðskilnaðinum í æsku. Þangað til var von um endurfundi og að viðskilnaður hans við móðurina í æsku yrði þrátt fyrir allt tímanlegur en ekki ævarandi. Loks mætti spyrja hvort göfgun Nonna á móður sinni, móður- ímyndinni og móðursambandinu, meðal annars hlýðnisheits hans við hana sem virðist hafa mótað hann ævilangt, hafi mótast af hugmyndum hans um og tilfinningum til Maríu meyjar. Laust Sigríði frá Reykjahlíð og Maríu guðs- móður ef til vill að einhverju leyti saman í huga hans? Það er spurning sem lútherskur guðfræðingur ætti að láta liggja milli hluta. Undir lokin, í ellinni virðist guðsmyndin síðan hafa tekið breytingum, hvenær sem það svo gerðist. Þá er hún ekki lengur kvenlæg heldur karllæg. „Vinurinn“, hinn nálægi, mildi, líknsami og kærleiksríki Jesús virðist kominn í stað Móðurinnar en þó ekki einn. Svo virðist sem heilög þrenning hafi á þessu skeiði verið ríkjandi þáttur í guðsmynd Nonna en þá einkum í mynd þeirra Jesú, Maríu og Jósefs. Birtist þar þrá eftir hinni heilögu, sameinuðu og samheldnu fjölskyldu? Var það fjölskyldan sem Nonni varð eitt sinn viðskila við sem þar lá undir steini? - Trú, tilfinningar og tengsl verða seint greind í sundur á nokkurn röklegan máta. Lokaorð Mörg okkar hrifust af babúskunni í æsku, rússnesku, digru sveitakerlingunni með litríka sjalið. Hana var hægt að opna og flysja eins og lauk, draga fram sífellt minni, grennri og yngri gerðir uns babúskan var orðin að barni. Við lestur ævisögunnar Pater Jón Sveinsson - Nonni skaut babúskunni upp í huga mér. Þar er hægt að nálgast stöðugt nýjan Nonna. Að vísu er byrjað innst og endað yst, það er á Nonna gömlum. En hvenær er maðurinn annars einlægastur, sannastur, mest hann sjálfur? Ef til vill er það í elli en ekki æsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.