Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 134

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 134
132 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI með annan bandarískan höfund sem síðar var á kreiki, Ernest Hemingway.2 Auk þess að vera báðir í hópi fremstu smásagnahöfunda enskrar tungu eiga þessir annars ólíku höfundar það sameiginlegt að hafa átt mjög misjafnt gengi meðal bókmenntafólks í heimalandi sínu. Hugsanlega hefur athyglin sem gjarnan beinist að ævibrölti þeirra beggja einmitt unnið gegn viðurkenningu á skáldhæfileikunum. I tilviki Poes hefur svo sumum þótt rómantísk og hátt- bundin ljóðlist hans vera bundin sínum tíma, en það væru fremur ljóð Walts Whitmans og Emily Dickinson sem vísuðu fram til bandarískrar ljóðlistar á 20. öld. Á hinn bóginn hefur hrollvekjuþátturinn í rómantík Poes, sem og ævintýrabragurinn, fantasían og glæpirnir í sögum hans þótt tengjast ýmsum lykilþáttum afþreyingarbókmennta og þoka honum þar með í annan flokk en þeim höfundum sem teljast mynda stoðvirki þjóðarbókmenntanna. Upp í hugann koma fræg ummæli Hemingways um að allar bandarískar nútíma- bókmenntir væru runnar frá einni bók eftir Mark Twain, semsé Stikilsberja- Finni. „Það var ekkert áður og það hefur ekki komið neitt eins gott síðan.“3 Svo mörg voru þau orð. En Hrafninn hans Poes á svar við þessu og líklega fann Hemingway ekki bréfið frá Poe, bréfið sem leitað er að í smásögunni „The Purloined Letter“, bréfið sem er svo vel falið einmitt vegna þess að það blasir við, er í allra augsýn, er þar sem faldir hlutir eiga ekki að vera. Það er of mikið heima til að vera heima; það er það sem Freud kallaði löngu síðar „umheimlich", semsé heimullegt - en það er einmitt tvíeggjað orð á íslensku, nær til þess sem er nákomið, leynilegt, ókennilegt. Þannig er því farið í verk- um þessa skálds skugganna - skuggarnir eru stundum ósýnilegir en þeir fela samt. En hafi ýmsum frammámönnum í bandarísku bókmenntalífi láðst að sjá skilaboðin frá Poe eða átta sig á þeim, átti það ekki við um ýmsa lesendur og skáldsystkin í öðrum löndum. Eitt af meginskáldum Frakka á 19. öld, Charles Baudelaire, lék þar lykilhlutverk. Hann þýddi og kynnti verk Poes og þessu fylgdu önnur frönsk skáld eftir; m.a. Rimbaud, Verlaine og Mallarmé. Frá þessu franska eða evrópska sjónarhorni eru tengsl Poes við nútímabókmenntir frá lokum 19. aldar fram á okkar daga allt önnur að sjá en áður var nefnt. Árið 1924 gekk franska skáldið og esseyistinn Paul Valéry svo langt að segja að Poe hefði með öllu gleymst ef Baudelaire hefði ekki kynnt hann til sögunnar í evrópsku bókmenntalífi. I inngangi greinasafnsins Poe Abroad, sem út kom fyrir nokkrum árum, segir ritstjórinn, Lois Davis Vines, að þetta sé í senn ofmælt og vansagt hjá Valéry. Þó að Frakkar vilji gjarnan eigna sér Poe, verði ekki framhjá því horft að bandaríska skáldið átti sér marga dygga aðdáendur heima fyrir allt frá byrjun. Þetta er vitaskuld rétt hjá Vines - því má til dæmis ekki gleyma að það er erfitt að finna stakt ljóð sem slegið hefur rækilegar í gegn á svipstundu í einu landi en „Hrafninn“ hans Poes í Bandaríkjunum. Á hinn bóginn segir Vines að Baudelaire hafi ekki aðeins ýtt verkum Poes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.