Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 109
SVEINN EINARSSON
Leikskáldið Stephan G.
i
Það er alkunna víða um heim að virt ljóðskáld hlaupi út undan sér eins og
það er stundum kallað og fari að þreifa fyrir sér í leikritasmíð. Stundum fer
það vel saman og brageyrað nýtist skáldinu við leikritsgerðina, eins og hjá
Goethe og nú á síðari tímum T.S. Eliot. Frá alda öðli, allt frá dögum grísku
harmleikjaskáldanna, hafa legið sterk bönd milli ljóðs og leiks og höfundar
sem litið er fyrst og fremst á sem leikskáld hafa ýmist samið verk sín í bundnu
máli, eins og Shakespeare, Moliére og Racine eða að minnsta kosti hluta
verka sinna. En jafnframt hafa þessir höfundar reynst ljóðskáld góð, þó að í
minna mæli hafi verið. Og dæmi slíks hér á Norðurlöndum eru höfuðskáld
Dana og Norðmanna, Adam Oehlenschláger og Henrik Ibsen.
Algengt er og að ljóðskáld sinni leikritun um nokkurra ára skeið, eins og
innskoti og viðbót við ljóðagerðarferilinn, en ekki endilega í bundnu máli.
Má nefna nöfn eins og Sully-Prudhomme, Appollinaire, Lars Forsell, Verner
Aspenström, Ted Hughes, og mörg fleiri, nánast af handahófi. Þá hafa auðvitað
viðurkenndir sagnahöfundar þreifað fyrir sér á leiksviðinu og stundum tekist
vel, allt frá Zola til Grahams Greene, eða H. C. Branners hér á Norðurlöndum.
Er þá ótalið hversu algengt hefur alla tíð verið að reyna að snúa vinsælum
skáldsögum í leikritsform - svo ekki sé nú minnst á kvikmyndir.
Hér í íslenskum heimahögum þekkjum við dæmi alls þessa. Þrátt fyrir
tilhneigingu okkar íslendinga að útbúa þanka okkar í stuðlum og höfuð-
stöfum, hefur það reyndar sjaldan verið að menn beinlínis semji ljóðleiki.
Fyrsti leikur sem sá sem hér heldur á penna þekkir sem á skilið það heiti,
er eftir Gísla Thorarensen, skólapilt í Kaupmannahöfn. Þetta leikrit er ritað
á dönsku og nefnist Bragis Spaadom eða Spádómur Braga og er samið á
fimmta áratug nítjándu aldar.1 Efnið er annars sótt í Laxdælu og gerist „kort
efter Kristendommens Indf0relse“, eða skömmu fyrir kristnitöku, að sögn
höfundar. Þarna koma fyrir Kjartan og Bolli, Guðrún og Hrefna, Þorgerður og
betlikerlingar. Bragarhátturinn er rímlaus fimmfótungur, en ritháttur annars
afar ólíkur knöppum stíl íslendingasagna. Talsverð mærð og langlokur eru í