Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 69

Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 69
andvari LÚÐVÍK JÓSEPSSON 67 utanríkisráðherrann, Knut Frydenlund, blandaði sér í málið. Hann vildi hjálpa Bretum út úr klemmunni þannig að þeir gætu haldið andlitinu. Fyrsta dag júnímánaðar 1975 var samið um 200 mílur og jafnframt veiðar innan 50 mílna. „Smánarsamningur“, sagði Lúðvík. Linkind Sjálfstæðisflokksins í 50 mílna stríðinu varð til þess að hann setti allt á fullt varðandi 200 mílna landhelgi. Lög um 200 mílna landhelgi höfðu tekið gildi í október 1975. Samningurinn um veiðar innan 50 mílna var gerður í skjóli 200 mílna kröfunnar. Því miður var engin viðurkenning á 200 mílunum í samningnum en hann átti að gilda til 1. desember 1976. Einum mánuði síðar ætlaði Efnahagsbandalagið að taka sér 200 mílna efnahagslögsögu. Alþjóðaþróun hafréttar hafði orðið íslendingum í vil, meðal annars af því að þeir beittu fullri hörku og lagni í senn við útfærsluna fyrst í 12 mílur og svo í 50 mílur. En eftir að Efnahagsbandalagið hafði tekið sér 200 mílna landhelgi sátu Islendingar að vísu uppi með Þjóðverja í landhelginni til nóvemberloka 1977, ellefu mánuðum eftir að sjálft Efnahagsbandalagið og þar með auðvitað Vestur-Þjóðverjar hafði fært landhelgina út í 200 sjómílur. Þegar horft er yfir feril Lúðvíks og forystu í landhelgismálinu þá er stærð hans algerlega óumdeild nú orðið. Styrmir Gunnarsson segir í bók sinni um átökin í Sjálfstæðisflokknum meðal annars: „Ein af ástæðunum fyrir falli viðreisnarstjórnarinnar í þingkosningunum 1971, auk hinnar djúpu efnahagslægðar 1967-1969, var kolröng stefna í land- helgismálum. Vinstri flokkarnir boðuðu útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur. Það skildu allir. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur vildu færa lögsöguna út að 400 metra dýptarlínu... Við sem unnum við að skrifa Morgunblaðið á þessum árum fundum að það var vonlaust verk að sannfæra fólk um að dýptarlínan væri betri kostur en útfærsla í 50 sjómílur. í eigin huga og vegna þess að ég hafði haft aðstöðu til að fylgjast með þessari atburðarás úr nálægð skrifaði ég þessi mistök á reikning sérfræðinga og embættismanna og sagði við sjálfan mig að svona færi fyrir stjórnmálamönnum sem sætu of lengi við völd. Þeir misstu tengsl við grasrótina.“126 Þetta er rétt hjá Styrmi þó rökleiðslan sé sérkennileg því auðvitað ráða stjórnmálamenn, ekki sérfræðingar og embættismenn. Vandi Sjálfstæðisflokksins var sá að hann hafði veika forystu í landhelgismálinu og var fjarri því búinn að ná vopnum sínum eftir að hafa misst tvo leiðtoga sína, þá Olaf Thors og Bjarna Benediktsson. Jón Baldvin Hannibalsson segir um Lúðvík og landhelgismálið í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.