Andvari - 01.01.2014, Blaðsíða 118
116
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
að þora að „ganga á móti sólarljóssins straumi stranga". Pétur skilur þá hvers
kyns er og segir henni að snúa til baka, heimili hennar sé „jörðin lág“. Kerling
biður hann að sjá aumur á sér, segist hafa átt þrjá menn sem ekki sé nú öllum
hent og nú sé hún komin, ekki með sig, heldur með sálina þess þriðja.
Er ekki að sökum að spyrja að þau munnhöggvast um mannskepnunnar
eðli og atferli; það sé mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir gangi á himnaríkis
vegi; það hafi Jón nú ekki iðjað. Samtal þeirra er allkröftugt og kemur í ljós að
Auður kerling er biblíufróð og vísar til kristniboðs Péturs í sjálfri Rómaborg
og mælsku hans þá. Pétur svarar til að það hafi þá verið auðveldari köllun
en að tala yfir hausamótunum á syndurum nútímans. En hvernig sem nú allt
velkist, þá virðist Jón ganga í fögnuðinn innan dyra og kerling arka heim aftur
með tóma skjóðuna. Leiknum lýkur á þessum orðum:
Raddir: Velkomin, velkomin vertu með oss hér
Vel sé þeim sem unnast, þeim unnum líka vér.
Auður: Þetta strit var heimsku hjóm
(Leysir frá töskunni og sýnir hana áhorfendunum)
Sálin horfin taskan tóm
Heim ég fer að hirða búið
Ef öllu er snúið öfugt þar
Eins og minni gömlu trú
Meðan bara burt ég var
Þá verður það þrota bú
Og uppboðsþing. Og úti og búið.
4
Svo mörg voru þau orð og þannig túlkaði Stephan G. Stephansson þessa gömlu
þjóðsögu. Mörgum áratugum síðar en gera má ráð fyrir að vesturheimsskáldið
setti sína leikgerð saman, útbjó annað ljóðskáld, Davíð Stefánsson, einnig leik
byggðan á þessari sögu, Gullna hliðið. Freistandi er að geta að nokkru þess
sem er líkt og ólíkt.
Yfir leikverki Davíðs er ákveðinn tilfinningalegur tærleiki, þar ríkir létt en
merkilega græskulaus kímni, þó að orðaskiptum kerlingar og postulanna og
Maríu meyjar sé haldið og Davíð hæðist síðan að presti og kirkju í þriðja þætti.
Tónninn er elskulegur, og í raun er kerling aldrei í hættu, þó að Óvinurinn
sæki að henni. Ljóðskáldið Davíð lætur Óvininn einan tala í bundnu máli að
svo viðbættri speki himnaríkisvera í lokin.
Þó að lagt sé út af sömu þjóðsögu verður leikur Stephans G. allt annars
konar. Enn sem fyrr þarf margs að gæta. í fyrsta lagi er fimmti þáttur þessi
allur í ljóðum með ólíkum bragarháttum. Vísuorðin eru skrifuð með upphafs-